Um Appið

Margfaldaðu söluflotann með Zenter vef-appinu

Zenter vef-appið, hér eftir kallað Appið, er nýjasta afurð þróunardeildar Zenter og var þróað í samvinnu við sölu- og mannauðsstjóra á Íslandi. Appið eða smáforritið er hannað sérstaklega fyrir hvert og eitt fyrirtæki til þess að auka sölu á vörum og/eða þjónustu hvers fyrirtækis.

Með því að vopna starfsmenn fyrirtækis Zenter vef-appinu og hvetja þá um leið til þess að senda frá sér söluábendingar, geta fyrirtæki margfaldað söluflota sinn með ótrúlegum árangri. Appið býr þannig til grundvöll þar sem „allir selja“ vörur og þjónustu hvers fyrirtækis og stuðla þannig að aukinni arðsemi fyrirtækisins. Með Appinu er einnig hægt að senda frá sér ýmiskonar kannanir og jafnvel rannsóknir þar sem starfsmenn geta aðstoðað við gæðakerfi fyrirtækisins og komið í veg fyrir óþarfa óánægju viðskiptavina.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum