top of page

SJÁLFBÆRNISTEFNA

Stefna Zenter ehf. um sjálfbærni miðar að því að rekstur fyrirtækisins verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi út frá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). 

Zenter er hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu sem hlúa að umhverfinu okkar. 

Zenter kemur að stofnun Laufsins sem er stafrænn vettvangur sem leiðir fyrirtæki og neytendur í vegferð að ábyrgara og upplýstara samfélagi. Við vinnum því í takt við þeirra markmið og okkar markmið. 

Zenter hefur verið kolefnisjafnað hjá Votlendissjóði og hefur Greenfo reiknað kolefnissporið okkar. 

Votlendissjóður og Greenfo.png

ZENTER TENGIR SIG VIÐ EFTIRFARANDI HEIMSMARKMIÐ

Menntun fyrir alla.png

Markmið 4.4

Zenter hugbúnaðurinn hjálpar til við stafræna þróun á markaðinum og erum við að kenna markaðsfræði og CRM fræði við Háskólann á Bifröst. Einnig höfum við kynnt lausnina fyrir fleiri háskólahópum í námskeiðum víðsvegar. 

Jafnrétti kynjanna.png

Markmið 5.5

Hjá Zenter styðjum við heilshugar konur í atvinnulífinu. Það er vegna þessa sem við veljum 5 fyrirtæki á hverju ári sem stofnuð eru af konum eða eru leidd af konum sem fá hugbúnaðinn okkar frítt í eitt ár. Fer það val fram í janúar á hverju ári. 

Við hjá Zenter bjóðum einnig öllum félagskonum FKA (Félag kvenna í atvinnulífinu) 25% afslátt af hugbúnaðinum og allri þeirri þjónustu sem Zenter hefur upp á að bjóða. 

Góð atvinna og hagvöxtur.png

Markmið 8.2

Aukinni framleiðni er hægt að ná með snjöllum lausnum líkt og Zenter veitir fyrirtækjum. Zenter hjálpar fyrirtækjum að breyta sínum innviðum með því að styrkja vinnuferlana sína, bæði með hugbúnaðinum og ráðgjöfinni sem við veitum. Sterkari og skilvirkari verkferlar hjálpa fyrirtækjum þannig að fara betur með markaðsfé sitt. 

Nýsköpun og bygging.png

Markmið 9.4

Zenter hjálpar fyrirtækum að nýta betur markaðsfé sitt með sérfræði þekkingu sinni. Að því koma betri vinnuferli fyrirtækja, skýr skilaboð til neytenda og það stuðlar að betri nýtingu auðlinda. Með tækninýjungum er hægt að fylgjast betur með nýtingu auðlinda og herja á netyendur á skilvirkari máta. 

bottom of page