top of page

UM ZENTER

Á haustmánuðum 2009 fór hugmyndin að Zenter að myndast og eftir óvísindalega könnun á meðal nokkurra markaðsstjóra var lagt af stað með tölvupósts- og SMS kerfi. Fljótlega bættust kannanir við sem hjálpuðu okkur að mynda nauðsynlega hringrás samskipta á milli notenda og viðskiptavina þeirra. Þegar þessu skrefi var náð var ljóst að það yrði ekki aftur snúið og fórum við að taka við allskonar pöntunum frá viðskiptavinum okkar um hina og þessa eiginleika sem þá vantaði. Þess vegna er Zenter eins og það er í dag, byggt á raunverulegum þörfum íslenskra markaðsstjóra sem á hverjum degi eru að berjast við samkeppnisaðila sína. 

Við leggjum mikla áherslu á að hafa fræðin á bakvið allt sem við gerum og má því segja að kokteillinn sem Zenter er búinn til úr sé blanda af sölu- og markaðsfræðum í bland við nútíma þarfir kröfuharðra sölu- og markaðsstjóra. Markmið okkar er að gera Zenter að verkfæri sem getur búið til samkeppnisforskot fyrir þá sem nota það með réttum hætti. 

Við höfum heimsótt mikinn fjölda fyrirtækja og hefur það skilað okkur mikilli reynslu í að skilja þarfir hundruði stjórnenda. Við sjáum í hverju þeir eru góðir og hvar við getum bætt þá. Það mun alltaf vera hlutverk Zenter að koma auga á tækifæri til að gera góða stjórnendur framúrskarandi með Zenter að vopni. 

Zenter 18.082555.jpg
bottom of page