TÖLVUPÓSTAR

Tölvupóstur er ein áhrifaríkasta markaðsaðferð sem íslenskir sölu- og markaðsstjórar nýta sér. Engin önnur markaðsleið skilar hærri ávöxtun hlutfallslega eins og rétt notkun tölvupóstssamskipta gerir. Ástæðan er einfaldlega sú að hægt er að snerta tugþúsundir viðskiptavina á nokkrum mínútum og framkalla með því viðbrögð sem leiða af sér aukna sölu og tekjur.

Markaðsfræði sem byggir á á tölvupóstssamskiptum hefur aldrei verið jafn öflug og hún er í dag en hún krefst einnig aga og réttra vinnubragða. Það er í stuttu máli þrjú atriði sem verða að vera til staðar til þess að tölvupósturinn þinn skili tilsettu markmiði: 

  • Innihalda ávinning fyrir þann sem móttekur póstinn 

  • Ávinningurinn þarf að vera viðeigandi. Markhópagreining er lykilatriði hér!

  • Hæfileg tíðni þarf að vera til staðar til að pirra ekki viðskiptavini þína. Gott ráð er einfaldlega að spyrja hve oft viðkomandi vill vera í samskiptum við fyrirtækið þitt.

 

Sjá hér hvernig hægt er að nýta Zenter skráningarsíður við uppbyggingu á markhópagreindum gagnagrunnum.

Screenshot 2022-01-15 at 19.17.39.png