top of page

SÍMAHERFERÐIR

Af þeim fimm leiðum sem taldar eru skila árangri í beinni markaðssetningu er símtalið mjög áhrifarík aðferð til að auka tekjur og minnka brottfall viðskiptavina. Snjallir sölu- og markaðsstjórar nýta sér símaherferðir sem lið í samskiptum sínum við viðskiptavini og notast við það jafnt fyrir og eftir sölu. 

 

Zenter kerfið inniheldur mjög öflugt símaherferðakerfi þar sem haldið er utan um öll símtöl, minnispunkta og ekki síst hvenær tímabært sé að hringja aftur. Samhliða og á meðan símtalinu stendur er hægt að nýta tölvupóst, SMS eða kannanakerfi Zenter sem stóreykur valmöguleikana í hverju símtali. Sérhannað markhópakerfi Zenter styður einnig afar vel við símaherferðirnar og eru öll gögn aðgengileg eftir að símaherferðum lýkur.

Screenshot 2022-01-15 at 21.03.14.png
bottom of page