MARKAÐSMÆLINGAR
Zenter er að byrja að mæla ánægju viðskiptavina á nokkrum mörkuðum sem gefur fyrirtækjum tækifæri til þess að bera sig saman við aðra aðila á þeim markaði sem starfað er á. Vertu með!
Markaðsmælingar Zenter styðjast við NPS aðferðafræðina, sem hægt er að lesa um hér. Í hvert sinn sem þjónusta er veitt / sala er framkvæmd þá er send NPS mæling á einstaklinginn og hann beðinn um að gefa einkunn á bilinu 0-10.
Það sem markaðsmælingar Zenter hafa fram yfir aðrar mælingar er það að hægt er að bera sig saman við aðra aðila, en allar einkunnir á markaðinum eru aðgengilegar nafnlaust. Þú sérð þannig þína einkunn og einkunn annarra á markaðinum sem gefur þér skýra mynd af því hvar þú stendur.
Ekki einungis er þetta hagnýtt til þess að sjá þína stöðu á markaðnum heldur einnig til þess að sjá hvar þú raunverulega stendur í ykkar þjónustu þar sem viðskiptavinir fá tækifæri til þess að segja sína skoðun, bæði með einkunnagjöf og skriflegri endurgjöf.
Líkt og segir í CRM hugmyndafræðinni (e. Customer Relationship Management) er endurgjöf algjört lykilatriði og á það svo sannarlega við hér.
Hættum að giska og sjáum hvar við raunverulega stöndum!
Verð: 24.900 kr. á mánuði.
Enginn binditími er á samningum hjá Zenter.
ÁVINNINGUR MARKAÐSMÆLINGA
Þau fyrirtæki/stofnanir sem byrjuð eru að mæla eru m.a. að sjá eftirfarandi ávinning:
-
Reglulegt stöðumat á sinni þjónustu
-
Að fá að vita hvað er að ganga vel og hvar er hægt að bæta verkferla
-
Aukin þjónustulund starfsfólks
-
Samanburður á þjónustustigi við samkeppnisaðila
-
Betri yfirsýn yfir starfsemina
-
Aukin ánægja viðskiptavina
ÞAÐ SEM ER INNIFALIÐ
-
Skýrsla á þriggja mánaða fresti sem tekur saman NPS einkunn þína og lista yfir einkunnir samkeppnisaðila
-
Allar upplýsingar aðgengilegar í beinni (e. live)
-
Ráðgjöf frá starfsfólki Zenter
-
NPS vinnustofur á 6 mánaða fresti
-
Möguleiki á uppsetningu á NPS skjá fyrir skipulagsheildina
YFIRLIT MARKAÐSMÆLINGA
Hægt er að nálgast yfirlit markaðsmælinga á nokkra vegu.
1. Stjórnendamælaborð inn í Zenter aðgangi fyrirtækisins sem sýnir núverandi stöðu, nýjustu einkunnir og athugasemdir.
2. Lifandi (e. live) yfirlit yfir aðrar einkunnir á markaðinum.
3. Mánaðarleg skýrsla

NÚVERANDI MARKAÐIR


