top of page

PERSÓNUVERND Í KERFINU

Zenter vinnur út frá Persónuverndarlögum ásamt því að styðja sig við fjarskiptalögin frá árinu 2003 í öllum verkferlum. Starfsmenn Zenter leitast við að miðla þessari þekkingu til okkar viðskiptavina. 

Aðeins um persónuupplýsingar

Persónuupplýsingar eru allar upplýsingar sem hægt er að rekja til tiltekins einstaklings.

Dæmi um persónuupplýsingar eru nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang, netauðkenni og staðsetningargögn.

 

Upplýsingar um fyrirtæki og aðra lögaðila teljast alla jafna ekki persónuupplýsingar. Upplýsingar um tengiliði þeirra flokkast þó sem persónuupplýsingar, til dæmis upplýsingar um nafn þeirra og vinnunetfang.

 

Hvernig unnið skal með persónuupplýsingar í Zenter kerfinu

Ef unnið er með persónuupplýsingar í Zenter kerfinu býður kerfið upp á að skrá vinnsluna á persónugreinandi gögnum. Þar skal rökstuðningur eiga sér stað hvers vegna gögnin eru sótt og skal þjónustukaupi að ganga úr skugga um að heimild samkvæmt persónuverndarlögum sé fyrir hendi. Sjá mynd. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Útskýring á ofangreindum heimildum

  • Samþykki: Samþykki einstaklings liggur fyrir. 

  • Samningur: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samning sem viðkomandi einstaklingur er aðili að

  • Lagaskylda: Vinnslan er nauðsynleg til að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á ábyrgðaraðila

  • Brýnir hagsmunir: Vinnslan er nauðsynleg til að vernda brýna hagsmuni til hins skráða eða annars einstaklings

  • Almannahagsmunir / opinbert vald: Vinnslan er nauðsynleg vegna verks sem unnið er í þágu almannahagsmuna eða við beitingu opinbers valds sem viðkomandi fer með

  • Lögmætir hagsmunir: Vinnslan er nauðsynleg vegna lögmætra hagsmyna viðkomandi eða þriðja manns (sem vega þyngra en hagsmynir þess sem upplýsingarnar varða 

Upplýsingar sem þú skalt kynna þér

Við mælum með því að þú kynnir þér betur hvernig má vinna með persónuupplýsingar hér

Við mælum með því að þú kynnir þér allar helstu persónuupplýsingar í Zenter kerfinu hér

Við mælum með því að þú kynnir þér upplýst samþykki hér.

Við mælum með því að þú kynnir þér öryggi gagna hjá Zenter hér.

Hægt er að skoða persónuverndarstefnu Zenter hér

Einnig bendum við á að góðan fróðleik og allar helstu upplýsingar um Persónuverndarlögin er hægt að finna á heimasíðu Sekretum, sjá hér

Er svarið við þinni spurningu ekki að finna hér? Ekki hika við að senda á okkur línu á netfangið zenter@zenter.is og við svörum þér eins fljótt og auðið er.

Persónuverndarstilling í Zenter.png
bottom of page