top of page

CRM RÁÐGJÖF

Zenter og Manhattan markaðsráðgjöf hafa þróað kennsluefni, námskeið og fyrirlestra um CRM hugmyndafræðina sem hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin áratug á Íslandi. Starfsfólk Zenter og Manhattan hefur um árabil kennt þessa hugmyndafræði á háskólastigi á Íslandi og búa að mikilli reynslu við að kenna og vinna við CRM fræðin.

Screenshot 2022-01-11 at 09.42.19.png
Screenshot 2022-01-12 at 14.38.23.png

ÓKEYPIS CRM VINNUSTOFA

Við bjóðum stjórnendum að mæta á sérstaka CRM vinnustofu án endurgjalds, þar sem helstu tækifærin eru greind og þeim raðað í ákveðna forgangsröð. Á þessari vinnustofu munu stjórnendur taka þátt í gagnvirkni greiningu á ákveðnum þáttum í fyrirtæki sínu og munu uppgvöta nokkur áhugaverð sóknarfæri sem hægt er að framkvæma fljótt og geta skilað góðri arðsemi.  

 

Meðal þess sem fjallað er um á CRM vinnustofu er: 

  • Helstu þættir CRM

  • Gagnvirkt CRM stöðupróf

  • Arðsemisútreikningur 

  • Ferðalag viðskiptavinarins

  • Hvaða þættir fella CRM innleiðingu

  • Helstu hugbúnaðarkerfin

Þessar vinnustofur eru um 2 klukkustundir og geta stjórnendur pantað tíma hér til hliðar. 

Takk fyrir að bóka! CRM ráðgjafi hefur samband við þig samdægurs. 

Screenshot 2022-01-11 at 09.52.39.png

CRM er þvervirk (e. cross-functional) stefnumiðuð nálgun sem ætlað er að skapa aukið virði fyrir hluthafa með því að þróa viðeigandi sambönd við lykilviðskiptavini og markhópa. Í því felst að bera kennsl á viðeigandi viðskiptavinastefnur, safna og miðla þekkingu um viðskiptavini, ákvarða hversu þröngt skilgreindir markhópar skuli vera, stýra samsköpun virðis viðskiptavina, þróa stefnu fyrir samhæfðar samskiptaleiðir og nýta gögn

og upplýsingatækni skynsamlega til þess að skapa framúrskarandi upplifun fyrir viðskiptavini.

 

(Payne og Frow, 2013)

bottom of page