CRM OG SÖLUHERFERÐIR
Zenter CRM er íslenskt viðskiptatengslakerfi sem nýtist fyrst og fremst til þess að efla tengsl við viðskiptavini, tryggja einfalda yfirsýn yfir sölutækifæri og bæta lokunarhlutfall þeirra sem stuðlar samhliða að ákveðnu samkeppnisforskoti. Allmörg íslensk fyrirtæki eru ekki að hagnýta sér CRM kerfi í sínum rekstri og er Zenter leiðandi í ráðgjöf á CRM aðferðafræðinni. Sjá nánar hér.
Söludeildir þurfa jafnt og gott flæði sölutækifæra og með söluherferðakerfi Zenter er hægt að öðlast fullkomna yfirsýn yfir stöðu hvers sölutækifæris eða hverrar herferðar. Markhópakerfi og aðalsía Zenter auðvelda stjórnendum að viðhalda góðu flæði sölutækifæra og má til dæmis nefna póstnúmeragreiningu, aldursgreiningu, atvinnuflokkagreiningu (ÍSAT) ásamt fjölda annarra greininga sem samræmast persónuverndarlögum. Með skráningarsíðum og Zenter appinu er svo hægt að fjölga enn frekar sölutækifærum og auka þannig arðsemi fyrirtækja.