top of page
Search

TOWS greining

Það má segja að TOWS sé viðbót eða framlenging á SWOT greiningunni. Í TOWS greiningu gerir fyrirtæki áætlun um það hvernig það getur nýtt sér styrkleika og kosti og hvernig hægt sé að lágmarka neikvæð áhrif og ógnanir. Áður en greiningin hefst er gott að vera búin að eiga samræður við starfsmenn fyrirtækisins og fá athugasemdir frá viðskiptavinum. Það er ekki mikill undirbúningur sem fer í greininguna en mikilvægt er að hafa þekkingu á ytra og innra umhverfinu. Einnig getur reynst gagnlegt að hafa þekkingu á samböndunum við viðskiptavinina, vita hvar/hvernig markaðsumhverfið stendur og hvernig sala og þjónusta gengur. Greiningin ætti að vera gerð samhliða stefnu fyrirtækisins eða á hverjum ársfjórðung. það getur reynst gott að leggja það í vana að gera TOWS greiningu samhliða SWOT greiningunni.

 

Heimildir

Lucidity. (e.d.) An introduction to TOWS Analysis.

https://getlucidity.com/strategy-resources/an-introduction-to-tows-analysis/

Comentarios


bottom of page