top of page
Search

Samkeppnisaðilar

Updated: Nov 24, 2022

Samkeppnisaðili er fyrirtæki í svipaðri eða sömu atvinnugrein. Samkeppnisaðili getur líka verið einhver sem býður svipaða vöru, þjónustu eða ávinning. Samkeppni á milli aðila er á flestum mörkuðum og getur haft í för með sér keppni um viðskiptavini, svo sem verðstríð. Samkeppni getur verið mismunandi á milli markaða og er samkeppnisgreining notuð til þess að komast að umfangi hennar á þeim markaði sem um ræðir. Leitast er við að komast að einkennum hennar og aðgerðum samkeppnisaðila. Með því að framkvæma samkeppnisgreiningu er fyrirtæki í betri stöðu til þess að ná samkeppnisforskoti eða til þess að verjast aðgerðum samkeppnisaðila.

 

Heimildir:

MBA Skool Team. (2020, 26. maí). Competitor Meaning, Types & Example. MBA Skool. https://www.mbaskool.com/business-concepts/marketing-and-strategy- terms/6728-competitors.html

Nýsköpunarmiðstöð Íslands (e.d.). Samkeppnisgreining. https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/markadsmal/samkeppnisgreining

Comments


bottom of page