top of page
Search
Árdís Elfa Óskarsdóttir

Markhópar og markhópagreining

Updated: Nov 6

Markhópur er heiti yfir tiltekinn neytendahóp sem er líklegur til þess að vilja kaupa vöru fyrirtækis. Þessi hópur neytenda hefur sameiginleg einkenni líkt og aldur, kyn eða lífsstíl og fara þær breytur eftir því hvers kyns vöruframboð eða fyrirtæki á í hlut. Hópurinn getur verið lítill eða stór en það ræðst af því hversu sérstæð umrædd vara er, ef hún er almenn má gera ráð fyrir stórum markhópi en hópurinn þrengist svo eftir því sem varan verður sértækari. Í einföldu máli hafa ekki allir einstaklingar áhuga á því að neyta allra vara og því hefur hugtakið markhópur verið mikið notað í markaðsfræði.


Það eru ákveðnir þættir fólgnir í því að velja markhóp fyrirtækis eða vöru. Fyrir það fyrsta þarf að skilja hvaða vandamál á að leysa. Það hafa ekki allir sömu þarfir eða vandamál og þarf því að vita hvaða tiltekna vandamál viðkomandi vara leysir. Eftir það er hægt að bera kennsl á alla þá viðskiptavini sem hafa áhuga á vörunni en þar er litið til ýmissa breytna sem fanga einkenni þeirra og gera þá líklega til þess að þurfa eða vilja vöruna.

Mikilvægt er að fyrirtæki greini markhópa sína sem auglýsingaefni ætti að beinast að. Með þessari þekkingu er hægt að auka arðsemi, byggja upp betri sambönd við viðskiptavini og eiga árangursrík samskipti við þá. Þetta ferli er sérstaklega mikilvægt í dag þar sem viðskiptavinir setja í ríkari mæli kröfu um sérsniðnar og markvissar auglýsingar.

 

Heimildir:

Marketing Evolution. (e.d.). How to Find Your Target Audience. https://www.marketingevolution.com/marketing-essentials/target-audience

The Investopedia Team. (2021, 10. september). What Is Target Market? Investopedia.

https://www.investopedia.com/terms/t/target-market.asp

What is Target Market? Definition of Target Market, Target Market Meaning. (e.d.).

The Economic Times. https://economictimes.indiatimes.com/definition/target-market

Comments


bottom of page