Líftímavirði viðskiptavina (e. Customer Lifetime Value) er viðskiptamælikvarði sem mælir hversu mikið fyrirtæki getur áætlað að vinna sér inn af meðalviðskiptavini á meðan sambandinu stendur. Þegar líftímavirði er mælt er best að skoða meðaltekjur af viðskiptavinum og meðalhagnað. Bæði veitir mikilvæga innsýn um hvernig viðskiptavinir hafa samskipti við fyrirtækið og hvort að markaðsáætlunin virkar eins og búist var við. Þetta er mikilvægur mælikvarði þar sem það kostar minna að viðhalda núverandi viðskiptavinum en að afla nýrra.
Af hverju er líftímavirði viðskiptavina mikilvægt?
Þetta er frábær mælikvarði til að nota þegar fyrirtæki eru með viðskiptavini í margra ára sambandi, t.d fyrir sjónvarpsáskrift eða farsímasamning. Þetta hjálpar að koma auga á fyrstu merki um brotthvarf, t.d ef þið sjáið að eyðslan hefur lækkað eftir fyrsta árið.
Þegar þú byrjar að mæla líftímavirði viðskiptavinar og sundurliða hina ýmsu þætti getur þú notað sérstakar aðferðir í kringum verðlagningu, sölu, auglýsingar og varðveislu viðskiptavina með það að markmiði að lækka kostnað og auka hagnað.
Þegar þú veist hvað þú átt eftir að græða á viðskiptavininum getur þú aukið eða lækkað útgjöld í samræmi við það og þannig tryggt að þú hámarkar arðsemi og heldur áfram að laða að rétta viðskiptavini.
Hvernig mælum við líftímavirði viðskiptavinar?
Segjum að við ætlum að mæla kaffihús sem er með að meðaltali sölu fyrir 700 kr á hvern viðskiptavin. Viðskiptavinur kemur inn 2x í viku, 50 vikur á ári, að meðaltali í fimm ár.
Líftímavirði (LVV) = 700 kr. (meðalsala) x 100 (árlegar heimsóknir) x 5 (ár) = 350.000kr.
Hvernig getum við bætt okkur?
Fjárfestu í upplifun viðskiptavina
Tryggðu að inngönguferlið sé auðvelt
Byrjaðu með vildarklúbb
Þekktu og verðlaunaðu mikilvægum viðskiptavinum
Ekki senda tilboð sem höfða eingöngu til nýrra viðskiptavina
Rannsakaðu hvernig þínir viðskiptavinir vilja hafa samband við ykkur
Ekki gleyma krafti samfélagsmiðla
Hafðu samband við óánægða viðskiptavini
Heimildir
Caldwell, A. (2022, 21.júlí). What Is Customer Lifetime Value (CLV) & How to Calculate. https://www.netsuite.com/portal/resource/articles/ecommerce/customer-lifetime-value-clv.shtml
What is customer life time value (CLV)?
תגובות