top of page
Search

Innleiðing og eftirfylgni

Updated: Nov 24, 2022

Sama hvaða aðgerðir á að fara í í fyrirtækjum bera þær ekki árangur ef ekki er rétt staðið að innleiðingu og eftirfylgni þeirra. Á þetta við um áætlanagerð jafnt sem einstaka auglýsingaherferðir. Til þess að framkvæma árangursríka innleiðingu eru nokkrir hlutir sem skal líta til. Fyrir það fyrsta þarf að koma stefnunni til skila til allra og fela starfsmönnum verkefni. Upplýsingaflæði er einn af allra mikilvægustu þáttum í innleiðingu og þarf að ganga úr skugga um að starfsmenn séu að fá fullnægjandi upplýsingar til þess að sinna sínum verkefnum og starfi. Til þess þarf stefnan að vera skýr. Mikilvægt er að dreifa ákvörðunarvaldi og ábyrgð jafnt og þétt og umbuna fyrir vel unnin störf. Það er hvatning til starfsmanna að sinna verkefnum af alúð ef umbunað er að verki lokið. Mikilvægt er að koma staðfærslu til skila á árangursríkan hátt og láta starfsmenn vinna eftir henni og gildum fyrirtækisins. Það þarf að miðla því til starfsmanna á einfaldan hátt svo skilaboðin séu skýr. Eftir að stefna hefur verið kynnt fyrir starfsmönnum skal halda sig við þær aðgerðir sem lagt er upp með í stað þess að endurskoða ákvarðanir. Mikilvægt er einnig að styðjast við aðgerðaráætlun svo hæfilegt magn af aðgerðum séu í framkvæmd hverju sinni, annars missa ábyrgðaraðilar fókus á þeirra verkefnum. Það allra mikilvægasta í innleiðingu er svo að eigandi fyrirtækisins sé hluti af öllum verkefnum og fylgist vel með. Ef því er ekki sinnt verður innleiðing ekki árangursrík. Eftir að innleiðingu er lokið tekur við eftirfylgni. Í eftirfylgni er mikilvægt að halda áfram að mæla það sem hefur verið að mæla á meðan á innleiðingu stóð og halda áfram að vinna í rétta átt, það er að setja markmið og koma aðgerðum í framkvæmd. Stöðug eftirfylgni eykur líkur á langtímaárangri.

 

Heimildir

Neilson, G. L., Martin, M. L. og Powers, E. (2011). The Secrets to Successful Strategy Execution. In Harvard business review’s 10 must reads on strategy (bls. 143–166). Harvard Business Review Press.

bottom of page