top of page
Search

Hvað er stafræn markaðssetning?

Updated: Nov 24, 2022

Hvað er stafræn markaðssetning?

Skilgreining á stafrænni markaðssetningu er að ná markmiðum í markaðsstjórnun með notkun starfrænnar tækni. Hugtakið stafræn markaðssetning vísar til notkunar stafrænnar tæknar til að markaðssetja vörur og þjónustu og ná til neytenda. Þessi tegund markaðssetningar felur í sér notkun á vefsíðum, farsímum, samfélagsmiðlum, leitarvélum o. fl.

Stafræn markaðssetning felur í sér nokkur af sömu lögmálum og hefðbundin markaðssetning og er oft talin ný leið fyrir fyrirtæki til að nálgast neytendur og skilja hegðun þeirra. Fyrirtæki sameina oft hefðbundna og stafræna markaðstækni í áætlunum sínum.

Afhverju er stafræn markaðssetning mikilvæg?

Stafræn markaðssetning hjálpar þér að ná til stærri markhóps en þú gætir með hefðbundnum aðferðum og miðar á þá sem eru líklegastir til að kaupa vöruna þína eða þjónustu. Að auki er það oft hagkvæmara en hefðbundnar auglýsingar og gerir þér kleift að mæla árangur daglega eða eins og þér sýnist. Við getum skipt stafrænni markaðssetningu niður í:

  • Blogg (e. blog/vlog)

  • Samfélagsmiðlar (e. social network)

  • Netvangur (e. platforms)

  • Leitarvélarbestun (e. Search Engine Optimisation (SEO))

  • Borgað með smell (e. Pay-per-click (PPC))

  • Vefborðar (e. display ads, advertising)

  • Tengslamarkaðssetning (e. affiliate marketing)

  • Tölvupóstur (e. email marketing)

  • Lendingarsíða (e. landing page)

  • Veirumarkaðssetning (e. viral marketing)

 

Heimildir

Alexander, L. (e.d). The Who, What, Why, & How of Digital marketing. https://blog.hubspot.com/marketing/what-is-digital-marketing


Barone, A. (2022, 23.júní). What is Digital Marketing? Investipedia. https://www.investopedia.com/terms/d/digital-marketing.asp


Chaffey, D. og Ellis-Chadwick, F. (2019). Digital Marketing: Strategy, implementation and practice (7.útgáfa). Pearson Education Limited.

bottom of page