top of page
Search

Hvað er bein markaðssetning?

Updated: Nov 24, 2022

Markaðsfræði

Markaðsfræði er sú fræðigrein sem gerir fyrirtækjum kleift að skilja þarfir þeirra viðskiptavina og markhópa svo hægt sé að markaðssetja til þeirra með árangursríkum hætti.

Góð markaðssetning snýst um að uppfylla skilyrði viðskiptavina sinna með hágæða vörum. Öll árangursríki fyrirtæki í markaðssetningu eiga eitt sameiginlegt, en það er að hugsa um hag viðskiptavina með því að skilja þarfir þeirra, tileinka sér skipulagt markaðsstarf og uppfylla þarfir viðskiptavina í vel skilgreindum markhópi.


Bein markaðssetning

Bein markaðssetning er sú tegund markaðssetningar þar sem notast er við persónulega samskiptamiðla. Þar er átt við að fyrirtæki eiga bein samskipti eða stíla markaðsefni sitt á vel valdna einstaklinga með það að leiðarljósi að ná fram umsvifalausum viðbrögðum.

Kostir beinnar markaðssetningar eru til að mynda að gagnagrunnar fyrirtækja sem nota beina markaðssetningu innihalda ítarlegar upplýsingar um viðskiptavini og hugsanlega viðskiptavini sem geta verið flokkaðar eftir ýmsum breytum. Oft er hér átt við um tekjur, fjölskyldustærðir, menntunarstig og starfstitla ásamt aldri og kyni. Út frá þessum upplýsingum er því hægt að hanna skilaboðin eftir þörfum hvers markhóps.

Annar kostur beinnar markaðssetningar er sá að fyrirtæki geta myndað langtíma viðskiptasamband við markhópa sína, til dæmis með afmæliskveðjum og gjöfum.


Tegundir beinnar markaðssetningar

Til beinnar markaðssetningar teljast meðal annars eftirfarandi markaðsaðgerðir:

· Tölvupóstar (markpóstar)

· Símasala

· SMS skilaboð

· Samskipti augliti-til-auglits

· Tryggðarklúbbar / aðild

· Afsláttarmiðar

 

Heimildir

Philip Kotler, Gary Armstrong, Prof Veronica Wong, & Prof John Saunders. Principles of Marketing, Sixth European Edition, Financial Times/Prentice Hall


What is Direct Marketing: Definition, Video, Tips - Definition. (e.d.). SendPulse. https://sendpulse.com/support/glossary/direct-marketing

Comments


bottom of page