Kerfið

Zenter inniheldur tölvupósts- og SMS útsendikerfi, öflugt kannanakerfi, símaherferðakerfi, CRM kerfi og sölutækifæriskerfi (e. Leads).

Zenter er öflugt samskiptatæki sem nýtist vel í beinni markaðssetningu enda er auðvelt að búa til markhóp í kerfinu og senda á hann hnitmiðuð skilaboð. Með því að nota tölvupóst, SMS og kannanir í einu kerfi er mynduð hringrás samskipta sem er kjarninn í þeirri tegund af markaðssetningu sem á ensku kallast „Engagement Marketing“ og hefur verið vaxandi um heim allan. Þessi tegund af markaðssetningu snýst um að gera hlutina eins persónulega og hægt er, með því að senda með hæfilegri tíðni viðeigandi skilaboð sem innihalda alltaf ávinning fyrir viðskiptavininn. Með þessum hætti er myndað framtíðarsamband við viðskiptavininn á hans forsendum og um leið gott viðskiptasamband sem báðir aðilar hagnast á.

Zenter ferlar

Zenter ferlar er hugmyndafræði sem kemur upphaflega frá japönskum bílasmiðum og gengur út á að tímasettir ferlar séu stilltir fram í tímann til þess að framkalla ákveðna upplifun hjá viðskiptavinum. Þetta geta verið blandaðir ferlar af tölvupóstum, SMS-um og/eða könnunum og geta veitt fyrirtækjum mikið samkeppnisforskot ef vel er staðið að ferlunum.

Langflest fyrirtæki geta notað ferla við eftirfarandi þætti:

 • Þakka fyrir viðskiptin
 • Sækja auka upplýsingar eftir X marga daga
 • Kanna hug viðskiptavinar eftir X marga daga
 • Kross-selja vörur

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Zenter hugmyndafræðin

Zenter hugmyndafræðin er yfirgripsmikil sölu- og markaðsfræði sem snýst meðal annars um að markhópagreina núverandi, fyrrverandi og framtíðar viðskiptavini fyrirtækisins og veita þeim framúrskarandi þjónustu. Með Zenter er hægt að búa til hringrás af upplýsingum á milli seljanda og kaupanda vöru eða þjónustu og byggja með þeim hætti upp traust sem skilar af sér meiri tekjum.

Hlutfallslega fá íslensk fyrirtæki markhópagreina viðskiptavini sína og senda fyrir vikið öllum sömu skilaboðin. Með Zenter getur þú forðast slíkar hættur og sent rétt skilaboð á réttan viðtakanda á réttum tíma.

Zenter sparar notendum sínum mikinn tíma því í einum hugbúnaði sameinast mörg verkfæri og gögnin geymast á öruggu tölvuskýi Zenter.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

GÍA - Gagnagrunnur Íslenskra Auglýsinga

Gagnagrunnur íslenskra auglýsinga (GÍA) er einstakur gagnagrunnur sem inniheldur íslenskar auglýsingar úr dagblöðum, vefmiðlum, útvarpi, sjónvarpi, tímaritum, bæjarblöðum, hverfisblöðum og umhverfismiðlum.

Með aðgang að GÍA grunninum fær notandi hagnýta yfirsýn yfir sín eigin markaðsmál ásamt innsýn inn í markaðsstarf samkeppnisaðila sinna og getur þar af leiðandi tekið betri markaðsákvarðanir í kjölfarið. Í fyrsta skipti á Íslandi er hægt að skoða markaðsherferðir frá öllum helstu miðlum á íslenska auglýsingamarkaðinum, bera saman vörumerki, hlusta á útvarpsauglýsingar, horfa á sjónvarpsauglýsingar, fá SMS þegar samkeppnisaðilar eru að auglýsa í fyrsta skipti og fleira og fleira.

Óska eftir frekari upplýsingum

Zenter CRM - íslenskt viðskiptatengslakerfi

Zenter CRM er íslenskt viðskiptatengslakerfi sem nýtist frábærlega til þess að efla viðskiptatengsl starfsmanna, viðhalda yfirsýn yfir sölutækifæri, auka lokunarhlutfall sölutækifæra og ná samkeppnisforskoti. Zenter teymið hefur mikla reynslu við uppbyggingu á CRM með íslenskum stjórnendum.

Pantaðu tíma í síma 511-3900 og fáðu ráðleggingar um uppbyggingu á þínu viðskiptatengslakerfi. Einnig getur þú smellt á hnappinn, "Óska eftir kynningu", hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Óska eftir kynningu

Kannanir

Að kalla eftir endurgjöf eftir að hafa selt vöru eða þjónustu er ekki algengt á Íslandi og er það í raun umhugsunarvert hve fáir sölu- og markaðsstjórar spyrja viðskiptavini sína þessarar mikilvægu spurningar: „Hvernig líkar þér varan?”

Að gera kannanir eftir sölu á vöru og þjónustu getur:

 • Aukið varðveislu viðskiptavina ( e. Retention Rate)
 • Hjálpað stjórnendum að bæta vörur og þjónustu
 • Hjálpað stjórnendum að bæta ýmsa ferla við söluna
 • Veitt stjórnendum forskot á samkeppnisaðila

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Markhópar

Markhóparnir eru kjarninn í Zenter kerfinu og byggja flestir þættirnir á þessum kjarna. Vel skilgreindir markhópar geta sparað fyrirtækjum ómælt fé og tíma, að auki upplifa viðskiptavinirnir betri og hnitmiðaðri þjónustu.

Vel skilgreindir markhópar hjálpa til við að:

 • Senda réttan ávinning
 • Senda viðeigandi skilaboð
 • Losna við að senda öllum sömu skilaboðin

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Símaherferð

Það eru 6 leiðir til að ná árangri í beinni markaðssetningu og er símtalið næst áhrifaríkast á eftir heimsókn (e. Face to Face). Snjallir sölu- og markaðsstjórar eru farnir að nýta sér símtal sem lið í samskiptum sínum við viðskiptavini og notast við það jafnt fyrir og eftir sölu.

 • Fullkomið skýrslukerfi fylgir símaherferðakerfinu
 • Haldið er utan um öll símtöl, minnispunkta og hvenær á að hringja aftur
 • Símtalsherferðir geta aukið veltu söludeilda
 • Markhópakerfi Zenter virkar afar vel með símaherferðum
 • Hægt er að senda tölvupósta, SMS eða kannanir á meðan símtal á sér stað

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Zenter skráningarsíður

Zenter skráningarsíður eru frábærar til þess að laða að nýja viðskiptavini og kynnast áhuga þeirra og lífsstíl. Hér að neðan eru nokkur dæmi um skráningarsíður sem Zenter hefur framleitt fyrir viðskiptavini sína. Þær eru allar „Responsive” og eru prófaðar áður en þær eru afhentar í öllum mögulegum vöfrum, spjaldtölvum, snjallsímum, bæði í PC og Apple tölvum.

Jólakveðja

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum


SMS

SMS markaðssetning er líklega vannýttasta markaðsleiðin á Íslandi í dag. Þeir markaðsstjórar sem nýta hana vita hins vegar hve öflug hún er EF henni er beitt á réttan hátt. SMS ryðst framfyrir alla aðra miðla og skilaboðin komast samstundis til skila. SMS framkallar þannig viðbragð hjá viðtakandanum sem getur myndað sölutækifæri innan skamms tíma.

Dæmi um aðila sem nýta sér SMS:

 • Íþróttafélög að minna á kappleiki
 • Flestar tegundir af verslunum
 • Golfklúbbar
 • Allir sem eru að halda viðburð
 • Starfsmannastjórar

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Tölvupóstsnið

Zenter sniðmátin (e. Templates) eru öll HTML sniðmát og sniðin að útliti hvers og eins. Hér að neðan má sjá dæmi um þau sniðmát sem Zenter starfsmenn hafa HTML-að fyrir viðskiptavini sína.

VerðskráSölutækifæri

Söluábendingar eða sölutækifæri er eitthvað sem flest fyrirtæki eru að berjast um og með Zenter er hægt að öðlast yfirsýn yfir stöðu hvers sölutækifæris eða hverrar herferðar.

Kerfið inniheldur meðal annars:

 • Lista yfir öll sölutækifæri
 • Mikilvægar dagsetningar
 • Upphæðir og vörur
 • Viðskiptastjóra
 • Minnispunkta og næstu skref

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Tölvupóstur

Tölvupóstur er ein áhrifaríkasta markaðsaðferð sem íslenskir sölu- og markaðsstjórar nýta sér. Engin önnur markaðsleið skilar hærri ávöxtun hlutfallslega og rétt notkun tölvupóstssamskipta gerir. Ástæðan er einfaldlega sú að hægt er að snerta tugþúsundir viðskiptavina á nokkrum mínútum og framkalla með því viðbrögð sem leiða af sér sölu og nýjar tekjur.

 • Viðskiptavinir Zenter senda um 5 milljón tölvupósta á mánuði.
 • Sendingargeta Zenter kerfisins um 3-5 þúsund tölvupóstar á mínútu
 • Við hvetjum alla notendur til að fara í einu og öllu að lögum um persónuvernd og kynna sér 46. grein fjarskiptalaganna.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Verðlisti Zenter

Verð gilda frá 1.janúar 2018

Zenter kerfið kemur í fimm pökkum:

 1. Zenter Plus: Tölvupóstur og sms 29.900kr. per mánuð.
 2. Zenter Pro: Zenter Plus + Kannanir 39.900kr. per mánuð.
 3. Zenter Platinum: Zenter Pro + Símaherferðir 49.900kr. per mánuð.
 4. Zenter Appið*: Markhópar og ferlakerfi Zenter Plus 19.900kr. per mánuð
 5. Zenter TripAdvisor: Einfaldur pakki til að hækka einkunn og ná til viðskiptavina
- Greiddur er 1,5x mánuður fyrirfram fyrir uppsetningu, sniðmát og kennslu.
- Enginn binditími er á samningum hjá Zenter.

*Upphafskostnaður við Zenter appið er breytilegur og fer eftir hönnun og uppsetningu hver apps. Algengt verð er á milli 250-600.þús

Zenter CRM

Zenter CRM er leigt út í mánaðarleigu og er verðskráin byggð upp eftir fjölda notenda:

Notendur frá 1-10 8.900 kr. á mánuði fyrir hvern notanda
Notendur frá 10-20 7.590 kr. á mánuði fyrir hvern notanda
Notendur frá 20 6.690 kr. á mánuði fyrir hvern notanda
Lágmarksverð fyrir Zenter CRM er 39.900 kr. per mánuð án vsk en að öðru leyti gilda verð per notanda eins og þau eru sýnd hér að ofan.
- Enginn binditími er á samningum hjá Zenter og öll verð eru án VSK.

Aðrir kostnaðarliðir

SMS
- 1000 7,9 kr.
- 2500 7,5 kr.
- 5000 7,1 kr.
- 10.000 6,5 kr.
- 25.000 5,8 kr.
- 50.000 5,2 kr.
Ráðgjöf/kennsla vegna Zenter kerfisins 11.900 - 14.900 kr./klst
Seldar klst. í ráðgjöf 17.900 kr./klst
Seldar klst. í forritun 11.900 - 19.900 kr./klst
Skráningarsíða (rafræn gestabók) 39.900 kr.
Sniðmát 23.900 kr.
Tell a friend leikur 189.900 kr.
Facebook leikur 129.900 kr.
Vinnustofa um beina markaðssetningu 49.900 kr.
Fyrir auka aðgang greiðist 9.900 kr.

- Öll verð eru án VSK

Sérsniðnar lausnir.

Hreinsun gagna og uppbygging markhópa 129.900 kr
Uppbygging markhópa 79.900 kr
Eftirfylgni er lykilatriði / Uppsetning kannana 69.900 kr.
Móttaka nýrra starfsmanna 79.900 kr.

- Öll verð eru án VSK

Jólakveðja

Zenter býr til fallegar rafrænar jólakveðjur fyrir íslensk fyrirtæki.

Hér að neðan og til hliðar sérðu dæmi um jólakveðju Zenter.

Sjá jólakveðju Zenter