Starfsfólkið okkar

Trausti Haraldsson

Framkvæmdastjóri rannsókna

Trausti hefur unnið fyrir stærstu fyrirtæki landsins og hefur góða reynslu og þekkingu í rannsóknum, stefnumótun, markaðs-, sölu- og þjónustustjórnun. Áður starfaði hann sem ráðgjafi hjá Capacent og þar áður sem verkefnastjóri yfir stefnu Íslandsbanka. Trausti er með B. Sc. gráðu í viðskiptafræði og M. Sc. gráðu í markaðsstjórnun. Fyrir utan vinnutíma er fjölskyldan númer eitt og síðan að semja tónlist.

Diðrik Örn Gunnarsson

Verkefnastjóri og sérfræðingur

Diðrik hefur starfað sem ráðgjafi fyrir Nýsköpunarráð Noregs (Innovation Norge) og var forsvarsmaður stórra verkefna Evrópusambandsins. Einnig kenndi hann Markaðsfræði við Háskólann í Tromsö (UIT) ásamt því að skrifa doktorsritgerð sína þar um neytendahegðun. Diðrik hefur m.a. unnið fyrir COOP sem er stærsti smásölurisinn í Noregi. Diðrik er með B. Sc. gráðu í alþjóðlegri markaðsfræði og M. Sc. gráðu í viðskiptamenningu og vörustjórnun.

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

Mannauðsráðgjafi og markþjálfi

Ágústa hefur lokið meistaranámi í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR og er alþjóðlega ACC vottaður markþjálfi. Hún hefur unnið sem mannauðsstjóri í fjölmörg ár í ferðageiranum. Ágústa hefur bakgrunn úr listgreinum, leiðsögn og fararstjórni. Sem ráðgjafi í mannauðsmálum er henni hugleikið að laða það besta fram í hverjum starfsmanni og efla þá í starfi.

Ragnhildur Vigfúsdóttir

Mannauðsráðgjafi og markþjálfi

Ragnhildur er með diplóma í jákvæðri sálfræði og CDWF ásamt MA gráðu frá New York University í sögu og safnfræðum en venti síðar sínu kvæði í kross og lærði starfsmannastjórnun, markþjálfun og er vottaður leiðbeinandi í fræðum Brené Brown. Ragnhildur var starfsþróunarstjóri Landsvirkjunar í mörg ár áður en hún kom til Zenter. Ragnhildur sinnir markþjálfun, fræðslu og ráðgjöf á sviði mannauðsmála og stjórnunar

Katrín Þyri Magnúsdóttir

Sérfræðingur á greiningarsviði

Katrín er viðskiptafræðingur að mennt og var að ljúka M.Sc. námi í stjórnun og vinnusálfræði frá BI Norwegian Business School. Hún hefur víðtæka reynslu af sölu- og þjónustustörfum og hefur starfað og stundað nám í alþjóðlegu umhverfi. Hún hefur mikinn áhuga á rannsóknarvinnu og þá sérstaklega á sviði vinnustaða- og neytendahegðunar.

Bryndís Marteinsdóttir

Sérfræðingur á greiningarsviði

Bryndís hefur nýlokið meistaranámi í markaðsfræði sem hún stundaði við Háskólann í Reykjavík en hún lauk einnig BSc gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla árið 2014, ásamt BA gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2005. Bryndís hefur margra ára reynslu af sölu- og þjónustustörfum og starfaði síðast sem verslunarstjóri. Bryndís hefur brennandi áhuga á rannsóknum og markaðsfræði.

Atli Geir Hallgrímsson

Sérfræðingur á greiningarsviði

Atli lauk meistaranámi í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016, en hluta af náminu stundaði hann sem skiptinemi í ESADE í Barcelona. Árið 2013 útskrifaðist hann með BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur mikinn áhuga á markaðs- og sálfræðirannsóknum góða reynslu í söfnun, greiningu, túlkun, framsetningu og úrvinnslu gagna. Utan vinnu hefur hann gaman af því að veiða og ferðast.