Hvers vegna erum við til?

Á haustmánuðum 2009 fór hugmyndin að Zenter að myndast og eftir óvísindalega könnun á meðal nokkurra markaðsstjóra var lagt af stað með tölvupósts- og SMS kerfi. Fljótlega bættust kannanir við sem hjálpuðu okkur að mynda nauðsynlega hringrás samskipta á milli notenda og viðskiptavina þeirra. Þegar þessu skrefi var náð var ljóst að það yrði ekki aftur snúið og fórum við að taka við allskonar pöntunum frá viðskiptavinum okkar um hina og þessa „fítusa“ sem þá vantaði. Þess vegna er Zenter eins og það er í dag – byggt á raunverulegum þörfum íslenskra markaðsstjóra sem á hverjum degi eru að berjast við samkeppnisaðila sína.

Við leggjum mikla áherslu á að hafa fræðin á bakvið allt sem við gerum og má því segja að kokteillinn sem Zenter er búin til úr sé blanda af sölu- og markaðsfræðum í bland við nútíma þarfir kröfuharðra sölu- og markaðsstjóra. Markmið okkar er að gera Zenter að verkfæri sem getur búið til samkeppnisforskot fyrir þá sem nota það með réttum hætti. Við höfum heimsótt mikinn fjölda fyrirtækja og sú reynsla hefur skilað okkur mikilli reynslu í að skilja þarfir hundruði stjórnenda. Við sjáum í hverju þeir eru góðir og hvar við getum bætt þá. Það mun alltaf vera hlutverk Zenter að koma auga á tækifæri til að gera góða stjórnendur framúrskarandi með Zenter að vopni.

Starfsfólkið okkar

Trausti Haraldsson

Framkvæmdastjóri

Trausti hefur unnið fyrir stærstu fyrirtæki landsins og hefur góða reynslu og þekkingu í rannsóknum, stefnumótun, markaðs-, sölu- og þjónustustjórnun. Áður starfaði hann sem ráðgjafi hjá Capacent og þar áður sem verkefnastjóri yfir stefnu Íslandsbanka. Trausti er með B. Sc. gráðu í viðskiptafræði og M. Sc. gráðu í markaðsstjórnun. Fyrir utan vinnutíma er fjölskyldan númer eitt og síðan að semja tónlist.

Bjarki Pétursson

Sölu og markaðsstjóri

Bjarki hefur starfað að mestu við sölu- og markaðsmál. Hann byrjaði starfsferill sinn eftir stúdentspróf sem framkvæmdastjóri Hard Rock Cafe Reykjavík. Eftir HRC lá leiðin til Boston þar sem hann kláraði B.Sc. í viðskiptafræði við hinn þekkta frumkvöðlaskóla Babson College. Eftir nám hóf hann störf í Ölgerðinni og síðar hjá Högum. Uppáhalds mottó: „Það eru engar tilviljanir"

Andri Thorlacius

Tæknistjóri / CTO

Andri hefur unnið við hugbúnaðarsmíði og kerfisstjórnun í 7 ár. Hann stundaði nám í tölvuleikjaforritun við háskólann í Skövde í Svíþjóð. Hann hefur stundað tölvuviðgerðir og komið að uppsetningum smærri tölvukerfa frá því um 16 ára aldur og hefur brennandi áhuga á tækni og tækninýjungum.

Jón Sigurðsson

Ráðgjafi & Sniðsmiður

Jón er fæddur og uppalinn snillingur. Hann er einn af stofnendum Zenter og hefur unnið við smíði HTML tölvupósta og veitt ráðgjöf í um 7 ár og hefur marga fjöruna sopið í þeim heimi. Þegar hann er ekki að dýfa sér ofan í tæknihliðar útlitsjöfnunar, spilar hann Badminton og knattspyrnu og dundar sér með fjölskyldunni við ýmsa afþreyingu. Jón býr yfir gríðarlegri líkamsgreind.

Ingimar Jóhannesson

Forritari / Developer

Ingimar hefur mikinn áhuga á tækni og nýjungum. Hann tók forritun við háskólann í Skövde í Svíþjóð og hefur núna starfað í 4 ár við forritun og kerfisstjórnun.

Karítas McCrann

Gæðastjóri og varðveisla viðskiptavina

Karítas er útsjónarsöm og einstaklega lausnamiðuð. Hún bjó á Spáni í um 5 ár og stundaði þar nám í fyrirtækjaþróun. Þetta gaf henni einstaka sýn inn í innviði fyrirtækja og hvernig best sé að auka umsvif. Hún leggur ríka áherslu á að viðskiptavinir eigi alltaf að lenda í 1. sæti.

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

Mannauðsráðgjafi og markþjálfi

Ágústa hefur lokið meistaranámi í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR og er alþjóðlega ACC vottaður markþjálfi. Hún hefur unnið sem mannauðsstjóri í fjölmörg ár í ferðageiranum. Ágústa hefur bakgrunn úr listgreinum, leiðsögn og fararstjórni. Sem ráðgjafi í mannauðsmálum er henni hugleikið að laða það besta fram í hverjum starfsmanni og efla þá í starfi.

Ragnhildur Vigfúsdóttir

Mannauðsráðgjafi og markþjálfi

Ragnhildur er með diplóma í jákvæðri sálfræði og CDWF ásamt MA gráðu frá New York University í sögu og safnfræðum en venti síðar sínu kvæði í kross og lærði starfsmannastjórnun, markþjálfun og er vottaður leiðbeinandi í fræðum Brené Brown. Ragnhildur var starfsþróunarstjóri Landsvirkjunar í mörg ár áður en hún kom til Zenter. Ragnhildur sinnir markþjálfun, fræðslu og ráðgjöf á sviði mannauðsmála og stjórnunar

Unnur Pálmarsdóttir

Mannauðsráðgjafi

Unnur lauk MBA gráðu árið 2012, diplómanámi í mannauðsstjórnun frá HÍ árið 2008 og er M.Sc. nemi í mannauðsstjórnun (útskrift 2017). Hún hefur unnið við mannauðsstjórnun, fræðslumál, breytingastjórnun og í heilsu-og líkamsræktariðnaðinum bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig kennt á ráðstefnum, haldið erindi um heim allan og er frumkvöðull í menntun hóptímakennara og þjálfara á Íslandi.

Katrín Þyri Magnúsdóttir

Sérfræðingur á greiningarsviði

Katrín er viðskiptafræðingur að mennt og var að ljúka M.Sc. námi í stjórnun og vinnusálfræði frá BI Norwegian Business School. Hún hefur víðtæka reynslu af sölu- og þjónustustörfum og hefur starfað og stundað nám í alþjóðlegu umhverfi. Hún hefur mikinn áhuga á rannsóknarvinnu og þá sérstaklega á sviði vinnustaða- og neytendahegðunar.

Bryndís Marteinsdóttir

Sérfræðingur á greiningarsviði

Bryndís hefur nýlokið meistaranámi í markaðsfræði sem hún stundaði við Háskólann í Reykjavík en hún lauk einnig BSc gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla árið 2014, ásamt BA gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2005. Bryndís hefur margra ára reynslu af sölu- og þjónustustörfum og starfaði síðast sem verslunarstjóri. Bryndís hefur brennandi áhuga á rannsóknum og markaðsfræði.

Atli Geir Hallgrímsson

Sérfræðingur á greiningarsviði

Atli lauk meistaranámi í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016, en hluta af náminu stundaði hann sem skiptinemi í ESADE í Barcelona. Árið 2013 útskrifaðist hann með BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur mikinn áhuga á markaðs- og sálfræðirannsóknum góða reynslu í söfnun, greiningu, túlkun, framsetningu og úrvinnslu gagna. Utan vinnu hefur hann gaman af því að veiða og ferðast.


Fyrirtækið

Zenter ehf.
Laugavegi 178
105, Reykjavík
Iceland

Kt: 700414-0190
Simi: +354 511 3900
Heimilisfang: Laugavegur 178
Netfang: zenter@zenter.is

Ósk um upplýsingar

Ég óska eftir upplýsingum um: