Þjónusturannsóknir

Zenter býður viðskiptavinum sínum upp á þjónusturannsókn þar sem á auðveldan hátt er hægt að kanna viðhorf viðskiptavina fyrirtækisins til ýmissa atriða sem kunna að skipta máli hverju sinni. Hluti af okkar vöruframboði eru bæði staðlaðar og sérhannaðar lausnir sem byggja á viðurkenndum rannsóknaraðferðum.

Í flestum tilvikum er megin markmiðið að mæla ánægju og tryggð viðskiptavina og finna út hvaða þættir hafa þar mest áhrif. Við gerð rannsóknar er ávallt tekið mið af eldri þjónusturannsóknum, heildarstefnu, viðskiptavinastefnu, gildum og gæðastefnu fyrirtækisins, sem og þeim þáttum sem almennt skipta mestu máli í ánægju og tryggð viðskiptavina.

  • Væntingar viðskiptavina
  • Styrkleikar og veikleikar
  • Tækifæri og ógnanir
  • Tillögur að næstu skrefum

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum