Rýnihópar

Zenter býður viðskiptavinum upp á rýnihópa þar sem á auðveldan hátt er hægt að kanna viðhorf ólíkra hagsmunaaðila til ýmissa atriða. Rýnihópar eru eigindleg (qualitative) rannsóknaraðferð sem byggist á umræðum 6-12 einstaklinga í hóp um ákveðið málefni. Með rýnihópaviðtölum er hægt að fá fram mikið af upplýsingum á skömmum tíma og annars konar innsýn í skoðanir fólks en fengist með einstaklingsviðtölum eða spurningakönnunum.

Hvenær hentar að vera með rýnihóp?

  • Á vel við ef þekking á viðfangsefninu er lítil
  • Á vel við ef þú vilt meiri innsýn og hugmyndir
  • Mat á auglýsingum
  • Mat á ímynd og þjónustu

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum