NPS

Þjónustustjórnunin NPS (Net Promoter System)

NSP er aðferðafræði sem gengur út á að auðkenna þá viðskiptavini sem eru hvetjendur, hlutlausir eða letjendur og finna þannig út hverjir eru hugsanlega að hætta í viðskiptum. Mikilvægt er að vera fyrri til að rækta sambandið við viðskiptavini á einfaldari og skilvirkari hátt en áður með því að auðkenna viðskiptavinina. Dæmi um fyrirtæki sem nota þessa aðferðafræði eru Apple, Allianz, American Express og eBay.

Viðskiptavinir auðkenndir

Mikilvægt skref í þjónustustjórnun NPS er að auðkenna viðskiptavini til að vita í raun og veru hverjir eru hvetjendur, hlutlausir og letjendur. Með þessari greiningu getur fyrirtækið síðan heyrt markvisst í letjendum til að bæta þjónustustigið.

Virði viðskiptavina

Til að ná hámarksárangri er virði og meðmælaeinkunn hvers viðskiptavinar tengd saman en þannig er hægt að sjá strax fjárhagslegan ávinning í meðmælaeinkunn hvers viðskiptavinar og áhrif á tekjur fyrirtækisins.

Endurskoðun ferla

Oftar en ekki kemur í ljós að endurskoða þarf ákveðinn feril hjá fyrirtækjum til að bæta þjónustustigið. Með notkun NPS er auðveldara að finna út hvaða ferill það er sem þarf að bæta fyrst.

Meðmælaeinkunn starfsmanna (eNPS)

Kjarninn í góðri þjónustu til viðskiptavina er að hafa ánægða starfsmenn sem mæla með vinnustaðnum og þeim vörum og þjónustu sem hann býður. Í aðferðafræðinni er meðmælaeinkunn starfsmanna mæld sérstaklega og gefur hún vísbendingar um starfsmannaveltu og tækifæri til úrbóta í mannauðsmálum.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum