eNPS – Meðmælaskor starfsmanna

Lykillinn að því að fá viðskiptavini til að mæla með vörum og þjónustu fyrirtækisins er að byrja inn á við og tryggja að starfsfólk mæli með vinnustað sínum sem og vöru og þjónustu þess. Meðmælaskor starfsmanna er viðurkennd og mikið notuð leið til að mæla hversu líklegir eða ólíklegir starfsmenn eru til að mæla með vinnustað sínum. Með reglulegum mælingum er hægt að fylgjast með þróun meðmælaskors og bregðast snöggt við ef breytingar verða á.

Meðmælaskor starfsmanna samanstendur af 5 spurningum. Niðurstöður eru greindar út frá ýmsum bakgrunnsbreytum sem unninn er í samstarfi við viðskiptavini og fyrirtækið fær niðurstöður sem sýna samanburð við íslenska markaðinn. Mælingin er fljótvirk og hægt að framkvæma ört ef ástæða er til.

Opnar spurningar eru greindar en þær gefa fyrirtækjum dýrmætar upplýsingar sem auðvelda forgangsröðun á umbótum.

  • Einföld mæling - hægt að framkvæma ört og fá niðurstöður samstundis
  • Samanburður við önnur fyrirtæki
  • Mikið notað erlendis til að sjá hvernig stjórnendur eru að standa sig og hvaða stjórnendur þurfa meiri þjálfun
  • Greining á því hvað einkennir hvern hóp starfsmanna
  • Varpar ljósi á sölu- og þjónustumenningu innan fyrirtækisins
  • Tillögur að umbótum til að hækka meðmælaskor starfsmanna

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum