Íslenska ánægjuvogin

Ánægjuvogin

Íslenska ánægjuvogin er félag sem Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi standa sameiginlega að. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Zenter sér um framkvæmd og úrvinnslu rannsóknarinnar.

Notkun gagna

Niðurstöður úr Ánægjuvoginni nýtast m.a. til þess að:

  • Komast að því hvaða þættir hafa áhrif á ánægju viðskiptavina þinna sem og á þínum markaði, eins og vægi verðs, þjónustu og ímyndar.
  • Sjá hvar þitt fyrirtæki stendur í samanburði við samkeppnisaðila og önnur fyrirtæki.
  • Sjá tengslin á milli ánægju og tryggðar

Ánægjuvogin 2016

Þann 2. febrúar 2017, voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2016 kynntar og er þetta átjánda árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni voru niðurstöður birtar fyrir 19 fyrirtæki í 6 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á 200-1.178 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum