Zenter rannsóknir ehf. verða Prósent ehf.

Nú er rannsóknarhluti Zenter orðið að nýju vörumerki og aðskilur sig þannig frá Zenter ehf. Nýja nafnið á rannsóknarhlutanum er nú „Prósent“.

Nýjar áherslur

Niðurstaða stefnumótunarvinnu var að breyta nafni Zenter rannsókna ehf. og þróa nýja ásýnd vörumerkisins. Sú vinna var framkvæmd í góðu samstarfi við auglýsingastofuna Brandenburg.

Zenter ehf. heldur áfram með óbreyttu sniði

Þrátt fyrir breytingar á nafni Zenter rannsókna ehf. verður Zenter ehf. rekið áfram með óbreyttu sniði. Zenter ehf. hefur frá árinu 2010 þróað og rekið hugbúnað sem inniheldur m.a. tölvupósts-, SMS-, CRM- og sölutækifæriskerfi (e. leads). Engin eignatengsl eru meðal Zenter ehf. og Prósents ehf. þó að samstarf hafi verið og verði áfram mikið.

Nánari upplýsingar um rannsóknirnar hjá Prósenti er að finna með því að smella hér eða á prosent.is