Rannsóknir

Zenter býður upp á alhliða þjónustu á sviði markaðsrannsókna. Við bjóðum upp á bæði megindlegar (quantitative) og eigindlegar (qualitative) rannsóknir eftir því hvað hentar best hverju sinni. Hluti af okkar vöruframboði eru staðlaðar og sérhannaðar lausnir sem byggja á viðurkenndum rannsóknaraðferðum.

Kynntu þér nánar þær rannsóknir sem viðskiptavinir okkar eru mest að nýta sér í sínu daglegu starfi:

 • Hulduheimsóknir
 • Könnunarhópur
 • Rýnihópar
 • Starfsmannarannsóknir
 • Þjónusturannsóknir

Trúnaður og nafnleynd

Zenter starfar eftir ströngum siðareglum ESOMAR sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknarfyrirtækja og er sérstaklega unnið eftir lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Zenter lætur aldrei af hendi persónugreinanlegar upplýsingar þátttakenda.

Hulduheimsóknir

Markmið hulduheimsókna er að taka stöðugreiningu og mæla raunverulegt þjónustustig fyrirtækisins. Þessi aðferðafræði er mikilvægt tæki til að vinna að umbótum og nota til árangursstjórnunar. Zenter vinnur náið með viðskiptavinum við að setja upp skilvirkt ferli, þannig að niðurstöður nýtist sem best, bæði fyrir stjórnendur og starfsfólk.

 • Mæling og uppsetning þjónustustaðla
 • Góður stuðningur við þjónustu og söluhvetjandi hegðun starfsfólks
 • Uppsetning og hönnun gátlista

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Könnunarhópur

Zenter býður viðskiptavinum upp á kannanir, þar sem skoðaður er hópur Íslendinga, sem endurspegla lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma. Um er að ræða einstaklinga, 18 ára og eldri, af öllu landinu.

Þetta er góð leið til að kanna á auðveldan hátt viðhorf almennings til ýmissa atriða sem kunna að skipta máli hverju sinni. Með könnunarhópnum er m.a. hægt að kanna:

 • Vörumerkjamælingu - viðhorf til vörumerkja
 • Kauphegðun
 • Þjónustu fyrirtækja
 • Samanburð á samkeppni
 • Stjórnmál
 • Fjölmiðlanotkun

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Rýnihópar

Zenter býður viðskiptavinum upp á rýnihópa þar sem á auðveldan hátt er hægt að kanna viðhorf ólíkra hagsmunaaðila til ýmissa atriða. Rýnihópar eru eigindleg (qualitative) rannsóknaraðferð sem byggist á umræðum 6-12 einstaklinga í hóp um ákveðið málefni. Með rýnihópaviðtölum er hægt að fá fram mikið af upplýsingum á skömmum tíma og annars konar innsýn í skoðanir fólks en fengist með einstaklingsviðtölum eða spurningakönnunum.

Hvenær hentar að vera með rýnihóp?

 • Á vel við ef þekking á viðfangsefninu er lítil
 • Á vel við ef þú vilt meiri innsýn og hugmyndir
 • Mat á auglýsingum
 • Mat á ímynd og þjónustu

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Starfsmannarannsóknir

Zenter býður viðskiptavinum sínum upp á starfsmannarannsóknir sem hafa verið sérstaklega hannaðar fyrir íslenskar aðstæður og vinnuumhverfi.

Hluti af okkar vöruframboði eru bæði staðlaðar og sérhannaðar lausnir sem byggja á viðurkenndum rannsóknaraðferðum.

 • Stjórnendamat
 • Vinnustaðagreining
 • Innri þjónusturannsóknir

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

eNPS – Meðmælaskor starfsmanna

Lykillinn að því að fá viðskiptavini til að mæla með vörum og þjónustu fyrirtækisins er að byrja inn á við og tryggja að starfsfólk mæli með vinnustað sínum sem og vöru og þjónustu þess. Meðmælaskor starfsmanna er viðurkennd og mikið notuð leið til að mæla hversu líklegir eða ólíklegir starfsmenn eru til að mæla með vinnustað sínum. Með reglulegum mælingum er hægt að fylgjast með þróun meðmælaskors og bregðast snöggt við ef breytingar verða á.

Meðmælaskor starfsmanna samanstendur af 5 spurningum. Niðurstöður eru greindar út frá ýmsum bakgrunnsbreytum sem unninn er í samstarfi við viðskiptavini og fyrirtækið fær niðurstöður sem sýna samanburð við íslenska markaðinn. Mælingin er fljótvirk og hægt að framkvæma ört ef ástæða er til.

Opnar spurningar eru greindar en þær gefa fyrirtækjum dýrmætar upplýsingar sem auðvelda forgangsröðun á umbótum.

 • Einföld mæling - hægt að framkvæma ört og fá niðurstöður samstundis
 • Samanburður við önnur fyrirtæki
 • Mikið notað erlendis til að sjá hvernig stjórnendur eru að standa sig og hvaða stjórnendur þurfa meiri þjálfun
 • Greining á því hvað einkennir hvern hóp starfsmanna
 • Varpar ljósi á sölu- og þjónustumenningu innan fyrirtækisins
 • Tillögur að umbótum til að hækka meðmælaskor starfsmanna

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Þjónusturannsóknir

Zenter býður viðskiptavinum sínum upp á þjónusturannsókn þar sem á auðveldan hátt er hægt að kanna viðhorf viðskiptavina fyrirtækisins til ýmissa atriða sem kunna að skipta máli hverju sinni. Hluti af okkar vöruframboði eru bæði staðlaðar og sérhannaðar lausnir sem byggja á viðurkenndum rannsóknaraðferðum.

Í flestum tilvikum er megin markmiðið að mæla ánægju og tryggð viðskiptavina og finna út hvaða þættir hafa þar mest áhrif. Við gerð rannsóknar er ávallt tekið mið af eldri þjónusturannsóknum, heildarstefnu, viðskiptavinastefnu, gildum og gæðastefnu fyrirtækisins, sem og þeim þáttum sem almennt skipta mestu máli í ánægju og tryggð viðskiptavina.

 • Væntingar viðskiptavina
 • Styrkleikar og veikleikar
 • Tækifæri og ógnanir
 • Tillögur að næstu skrefum

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Tölusafn

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

NPS

Þjónustustjórnunin NPS (Net Promoter System)

NSP er aðferðafræði sem gengur út á að auðkenna þá viðskiptavini sem eru hvetjendur, hlutlausir eða letjendur og finna þannig út hverjir eru hugsanlega að hætta í viðskiptum. Mikilvægt er að vera fyrri til að rækta sambandið við viðskiptavini á einfaldari og skilvirkari hátt en áður með því að auðkenna viðskiptavinina. Dæmi um fyrirtæki sem nota þessa aðferðafræði eru Apple, Allianz, American Express og eBay.

Viðskiptavinir auðkenndir

Mikilvægt skref í þjónustustjórnun NPS er að auðkenna viðskiptavini til að vita í raun og veru hverjir eru hvetjendur, hlutlausir og letjendur. Með þessari greiningu getur fyrirtækið síðan heyrt markvisst í letjendum til að bæta þjónustustigið.

Virði viðskiptavina

Til að ná hámarksárangri er virði og meðmælaeinkunn hvers viðskiptavinar tengd saman en þannig er hægt að sjá strax fjárhagslegan ávinning í meðmælaeinkunn hvers viðskiptavinar og áhrif á tekjur fyrirtækisins.

Endurskoðun ferla

Oftar en ekki kemur í ljós að endurskoða þarf ákveðinn feril hjá fyrirtækjum til að bæta þjónustustigið. Með notkun NPS er auðveldara að finna út hvaða ferill það er sem þarf að bæta fyrst.

Meðmælaeinkunn starfsmanna (eNPS)

Kjarninn í góðri þjónustu til viðskiptavina er að hafa ánægða starfsmenn sem mæla með vinnustaðnum og þeim vörum og þjónustu sem hann býður. Í aðferðafræðinni er meðmælaeinkunn starfsmanna mæld sérstaklega og gefur hún vísbendingar um starfsmannaveltu og tækifæri til úrbóta í mannauðsmálum.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Íslenska ánægjuvogin

Ánægjuvogin

Íslenska ánægjuvogin er félag sem Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi standa sameiginlega að. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Zenter sér um framkvæmd og úrvinnslu rannsóknarinnar.

Notkun gagna

Niðurstöður úr Ánægjuvoginni nýtast m.a. til þess að:

 • Komast að því hvaða þættir hafa áhrif á ánægju viðskiptavina þinna sem og á þínum markaði, eins og vægi verðs, þjónustu og ímyndar.
 • Sjá hvar þitt fyrirtæki stendur í samanburði við samkeppnisaðila og önnur fyrirtæki.
 • Sjá tengslin á milli ánægju og tryggðar

Ánægjuvogin 2016

Þann 2. febrúar 2017, voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2016 kynntar og er þetta átjánda árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni voru niðurstöður birtar fyrir 19 fyrirtæki í 6 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á 200-1.178 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

VINNUSTAÐAGREINING - STARFSÁNÆGJA

Zenter kynnir Evrópsku starfsánægjuvísitöluna. Líkanið gefur einstakt tækifæri til að varpa ljósi á ýmsa áhrifaþætti starfsánægju og hvatningar sem og á ávinninginn í formi hollustu og tryggðar. Í mælingum er notaður samanburðargrunnur úr mælingum hér á landi allt frá árinu 2004.

Ávinningur

 • Samanburðargrunnur frá árinu 2004 til dagsins í dag
 • Finnur út hvaða þættir hafa mest áhrif á starfsánægju, helgun og hollustu
 • Sýnir samsetningu vinnuaflsins, eða hlutfall flakkara í starfsmannahópnum, eldheitra talsmanna, kjarnastarfsfólks o.s.frv.
 • Yfirsýn yfir viðhorf starfsfólks í fyrirtækinu
 • Forspá um hegðun starfsfólks í framtíðinni
 • Niðurstöður gefa skýr skilaboð um forgangsröðun aðgerða

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum