Markþjálfun (coaching)

ACC

Í markþjálfun er unnið með styrkleika einstaklingsins til að hámarka árangur. Ákveðin samtalstækni er notuð sem byggir á gagnkvæmum trúnaði milli markþjálfans og viðskiptavinar. Ferlið er bæði krefjandi og skemmtilegt samtal sem stuðlar að auknum persónulegum þroska og betri árangri í lífi og starfi.  Allir mannauðsráðgjafar Zenter eru reynslumiklir vottaðir ACC markþjálfar.

  • Nýtist vel á vinnustöðum við að efla enn frekar hæfni starfsmanna og stjórnenda.
  • Aðstoðar einstaklinga við að skilgreina hvað skiptir þá virkilega máli og hvers vegna, finna kjarnann.
  • Virkjar sköpunargleði einstaklinga og hvetur þá til athafna, rúllar hlutum af stað og finnur farveg til þess að koma markmiðum í framkvæmd.
  • Leið til að laða fram það besta í fólki.
Þjálfararnir

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

Mannauðsráðgjafi og ACC markþjálfi

Ágústa hefur unnið sem mannauðsstjóri í ferðgeiranum í um 12 ár, hjá Primera Air, Wow air og Farfuglum. Hún hefur unnið sem mannauðsráðgjafi og markþjálfi hjá Carpe Diem og nú hjá Zenter. Hún hefur lokið meistaranámi í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er alþjóðlega ACC vottaður markþjálfi. Hún nýtir samtalstækni markþjálfunar í daglegum störfum en býður einnig upp á einkatíma í markþjálfun fyrir þá sem vilja vinna markvisst að sjálfseflingu og ná fram markmiðum sínum. Ágústa notar styrkleikagreiningar, Strength Profile, fyrir sína markþega og einnig fyrir teymi og deildir innan fyrirtækja og stofnana.


Í mannauðsmálum hefur Ágústa hefur víðtæka reynslu af ráðningum, mótun samræmdra ferla í mannauðsmálum, framkvæmd og úrvinnslu vinnustaðagreininga og frammistöðumats . Hún hefur komið að vinnulögjöf á Norðurlöndum og samningagerð í alþjóðlegu rekstrarumhverfi. Ennfremur hefur hún réttindi til að framkvæma og greina persónuleikapróf, er vottaður Predictive Index® Analyst og Professional Learning Indicator greinandi.


Ágústa hefur bakgrunn úr listgreinum, er menntuð söngkona og söngkennari, hefur tekið þátt í sviðsuppfærslum og gefið út geisladiska. Hún er einnig leiðsögumaður að mennt og hefur unnið erlendis við fararstjórn.


Ragnhildur Vigfúsdóttir

Mannauðsráðgjafi og ACC markþjálfi

Ragnhildur hefur unnið að flestum sviðum mannauðsmála sem jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar, lektor við Nordens Folkliga Akademi, starfsþróunarstjóri hjá Landsvirkjun og sem ráðgjafi hjá Zenter. Í mannauðsmálum hefur Ragnhildur reynslu af innleiðingu ISO 9001 og innleiðingu jafnlaunakerfís í samræmi við ÍST 85:2012 í mannauðsmálum, ráðningum, mótttöku nýliða, starfsþróun, starfslokanámskeiðum, jafnréttismálum, vinnustaðagreiningum og liðsheildarverkefnum. Ragnhildur er með MA í sögu og safnfræðum, með diplóma í starfsmannastjórnun og jákvæðri sálfræði, alþjóðlega vottaður ACC markþjálfi, NLP master coach og Certified Daring Way Facilitator sem þýðir að hún má halda námskeið byggð á fræðum Dr Brené Brown. Ragnhildur hefur alþjóðleg réttindi til að leiða vinnu með teymi byggð á fræðum Lencioni. Ragnhildur notar meðal annars styrkleikagreiningar, Strength Profile, fyrir markþega sína og einnig fyrir teymi og deildir innan fyrirtækja og stofnana.


Þeir stjórnendur sem hafa áhuga á að nýta sér markþjálfun til að efla sig í starfi og eru félagar í VR, geta sótt um styrk til Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks. Endurgreiðsla á starfstengdri markþjálfun getur numið allt að 12 tímum (60 mín.) innan almanaksárs.Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum