Mannauðsstjóri til leigu

Mannauðsráðgjafar Zenter geta gegnt hlutverki mannauðsstjóra í hlutastarfi eða í afleysingum miðað við þarfagreiningu. Þetta er góð leið þegar fyrirtæki vantar nýja sýn, ferska strauma eða fleiri hendur til að koma verkefnum af stað eða málum í höfn. Aðkoman getur verið með ýmsum hætti, allt eftir því hvar fyrirtækið er statt og þjónustan er aðlöguð hverju sinni.

Dæmi um þjónustu mannauðsstjóra til leigu:

 • Fjárfestingar í mannauðsmálum
 • Fjarvistarstefna
 • Samgöngustefna
 • Jafnréttisstefna og framkvæmdaáætlun
 • Innleiðing jafnlaunastaðals
 • Innleiðing starfsmannasamtala
 • Gerð starfslýsinga og ráðningarsamninga
 • Greining fræðsluþarfa
 • Aðstoð við túlkun kjarasamninga
 • Ráðningar og starfslok
 • Samskipti á vinnustöðum
 • Stefnumótun, hópefli og starfsdagar

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum