Heitur klukkutími - hópefli

Hentar vel til að brjóta markvisst upp starfsdaginn með kröftugum leik þar sem allir eru virkir og taka þátt. Heitur klukkutími er upplagður þegar þjappa þarf saman liðsheildum, deildum og teymum s.s. eins og við samruna eða aðrar breytingar og eins þegar vinna þarf með samskipti. Hentar einnig vel í nýliðaþjálfun og þegar hafa skal gaman og virkja fólk.

Dæmi um aðstæður sem nýta má Heitan klukkutíma:

 • Við upphaf eða lok ýmissa verk- eða þjálfunarferla.
 • Í stefnumótun eða gildaumræðu til að þjappa fólki saman og skerpa starfsandann eða opna/loka umræðu.
 • Í tengslum við leiðtoga- og stjórnendaþjálfun - t.d. þegar þjálfa á stjórnendur í notkun nýrra og sértækra stjórnunartækja sem kalla á að brjóta upp og endurhugsa nálgun og/eða framkvæmd.
 • Á starfsdögum fyrirtækisins eða starfsdögum einstakra deilda eða sviða.
 • Í breytingaferli til að þjappa nýjum einingum saman og fá fólk til að kynnast betur eigin styrkleikum og veikleikum sem og hvers annars.
 • Í örum vexti þegar koma þarf nýju starfsfólki inn í hópinn.
 • Á nýliðanámskeiðum til að láta starfsfólk kynnast og þjappa nýliðum saman sem hópi.

Markmiðin geta verið mjög mismunandi en hér eru dæmi um hvað má varpa ljósi á:

 • Stefnufestu.
 • Sköpunarkraft hópsins.
 • Samvinnu deilda, hópa eða sviða.
 • Miðlun þekkingar milli starfsfólks.
 • Stuðning milli einstaklinga og deilda í lærdómsferli, breytingaferli eða á álagstímum.
 • Samhæfingu og samvinnu milli deilda.
 • Stjórnun verkefna og starfsfólks.
 • Hvernig við vinnum undir álagi.
 • Hvernig menning er ríkjandi í fyrirtækinu?
 • Markmiðssetningu - raunhæf eða óraunhæf.

Nálgun-áhersla:

 • Verkefnamiðað – markmiðssetning og aðferðir notaðar við úrlausn
 • Rekstrarmiðað – kröfur fjárfesta, arðsemi og að ná markmiðum
 • Þekkingarmiðað – flæði þekkingar milli einstaklinga og geta til að leiðbeina og miðla til annarra
 • Hópeflis- og skemmtimiðað – áhersla á að þjappa starfsfólki saman

Skipulag og verðlagning:

Verðlagning tekur mið af stærð hópsins og fleiri þáttum s.s. hvort óskað sé eftir ítarlegri rýni eða skýrslu eftir viðburðinn. Í hverjum hóp eru um 4 einstaklingar, að hámarki 5. Einn umsjónarmaður getur séð um allt að 20 manna hóp. Fjölmennari hópur þarf 2 umsjónarmenn. Hægt er að halda leikinn fyrir hópa allt að 50-60 manns.


Ummæli

Zenter skipulagði vinnustofu og hópefli fyrir söludeildina okkar og gerði það með miklum ágætum. Heiti klukkutíminn kom skemmtilega á óvart og fékk okkur til að hugsa okkar gang :)

- Þórður Kárason, framkvæmdastjóri Papco

Við hjá Ríkisendurskoðun fengum Heitan klukkutíma á starfsdegi okkar 2016 og það er óhætt að segja að leikurinn hafi slegið í gegn. Áður en leikurinn hófst dæstu sumir yfir „enn einum hópeflisleiknum“ en þegar af stað var komið hljóp svo sannarlega gleði og keppni í mannskapinn. Hitastigið í salnum hækkaði hreinlega um nokkrar gráður. Við mælum með Heitum klukkutíma. Leikurinn er hin mesta skemmtun en hann hefur einnig dulinn tilgang sem er ekki síður áhugaverður.

- Elisabet Stefánsdóttir, Ríkisendurskoðun

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum