Fræðslustjóri að láni

“Fræðslustjóri að láni” er verkefni sem við vinnum í samstarfi starfsmenntasjóði stéttarfélaga. Fyrirtæki sem greiða starfsmenntaiðgjöld í IÐUNA fræðslusetur, Landsmennt, Sjómennt, Starfsafl, Rafiðnaðarskólann, Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks, Starfsmenntasjóð verslunarinnar og Menntunarsjóð STF geta fengið fræðslustjóra að láni.

Verkefnið byggir á að lána út mannauðsráðgjafa, sérhæfðum í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun, til fyrirtækja í tiltekinn tíma. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins og gerir greiningu á þörfum þess í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Út frá greiningunni er unnin fræðslu- og símenntunaráætlun sem leggur grunn að markvissri fræðslu starfsmanna.

  • Enginn útlagður kostnaður er vegna fræðslustjórans
  • Þarfagreining fræðslu- og þjálfunarmála
  • Innleiðing fræðslu- og símenntunaráætlunar
  • Áralöng reynsla mannauðsráðgjafa Zenter af gerð slíkra áætlana.

Mannauðsráðgjafar Zenter sem sinna verkefninu eru: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Ragnhildur Vigfúsdóttir. Nánari upplýsingar um þær:
https://www.zenter.is/is/mannaudsstjornun/markthjalfun

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum