Styrkleikamat

Rannsóknir sýna að þegar við notum styrkleika okkar erum við ánægðari, komum meiru í verk og erum líklegri til að ná markmiðum okkar. Flest þekkjum við veikleika okkar betur en styrkleika og verjum bæði tíma og orku í að reyna að “eyða” þeim í stað þess að nýta betur styrkleikana meðal annars til að vega upp veikleikana. Það eru meiri líkur á því að við verðum góð í því sem við erum þegar góð í, eins og Peter Drucker sem oft er kallaður faðir nútíma stjórnunar, benti á.

Sérstaða Strengths Profile liggur í því að það mælir ekki einungis það sem við erum góð í heldur líka hvað gefur okkur orku.

Ummæli viðskiptavina:

  • “Ég fékk úrvinnslutíma í kjölfarið þar sem við fórum yfir alla flokkana og ræddum það sem ég er góð í að gera - hvort sem ég geri mér grein fyrir því eða ekki. VÁ og VÁ og VÁ segi ég nú bara, þvílíkur tími og þvílík uppgötvun!”
  • “Ég hef áður tekið styrkleikapróf en ég mæli með Strengths Profile og þá sérstaklega úrlestri í kjölfarið. Ég fékk nýja sýn, ég gerði mér til dæmis grein fyrir því hvar skórinn kreppir í vinnunni. Ég hef of fá tækifæri til að nýta styrkleika mína og hjakka of mikið í því sem ég er ekki góð í sem dregur úr mér orku og gleði.”

Sérfræðingar Zenter, Ágústa og Ragnhildur, hafa réttindi til að nota Strenghts Profile styrkleikamatið og eru þjálfaðir í að lesa úr því. Strenghts Profile er í boði fyrir einstaklinga, teymi og deildir.

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar eða tilboð í styrkleikamat.

Óska eftir frekari upplýsingum