Námskeið

Heitur klukkutími

Tími: 1 ½ klst. Umsjónarmenn: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og/eða Ragnhildur Vigfúsdóttir

Heitur klukkutími er upplagður þegar þjappa þarf saman liðsheildum, deildum og teymum til dæmis við samruna eða aðrar breytingar og eins þegar vinna þarf með samskipti. Hann hentar einnig vel í nýliðaþjálfun og þegar hafa skal gaman.

Mastermind hópar – betur sjá augu en auga

Tími 3 klst. Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir

„Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur, ein lítil býfluga afsannar það, Guð hjálpar þeim sem hjálpast að,“ söng Spilverk þjóðanna um árið. Það mætti halda að Spilverkið hefði kynnst aðferðafræði mastermind hópanna því þar er einmitt þetta grunnstef – þátttakendur hjálpast að til að ná árangri. Í mastermind hóp eru fjórir einstaklingar sem hittast reglulega og deila hugmyndum, markmiðum og aðferðum. Þeir styðja hvern annan og hvetja. Lykilatriði er traust og trúnaður. Á þessari vinnustofu er aðferðafræðin kennd og lagður grunnur að farsælu starfi hópanna. Þátttakendur geta myndað hópa í kjölfarið með félögum á vinnustofunni eða öðrum.

Ummæli:

„Reynsla mín af mastermindhóp er mjög góð. Með því að hitta starfsmenn úr mismunandi deildum fyrirtækisins öðlaðist ég innsýn í þeirra verkefni auk þess sem þeir sáu mín verkefni í nýju ljósi. Skilningur á störfum annarra gagnast ekki eingöngu starfsmönnum heldur einnig fyrirtækinu sem heild. Mér fannst við vinna betur saman sem heild á eftir. Þetta er aðferðafræði sem kom skemmtilega á óvart og gaf mér mjög mikið.“ - Unnur María Þorvaldsdóttir stjórnandi hjá Landsvirkjun

Framkallaðu fleiri stjörnur í starfsliðinu

Tími: 4 klst. Leiðbeinandi: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

Framkallaðu fleiri stjörnur í starfsliðinu Hvernig kallarðu fram það besta hjá þínum mannafla? - Hvaða mælikvarðar gefa vísbendingu um helgun og hollustu starfsmanna þinna? Hvernig samtal viltu eiga við starfsfólkið þitt?

Leið hetjunnar – The Daring Way

Tími: 8 klst eða 3 dagar. Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir

Býður menning vinnustaðarins upp á það að allir þori að tjá sig og leggja fram nýjar lausnir? Eða óttast menn að verða sér til skammar? Að það verði hlegið að þeim? Skömm er helsta hindrun nýsköpunar. Á vinnustofunni könnum við efni eins og berskjöldun, hugrekki, skömm og það að finnast maður verðugur.

Félagsráðgjafinn og háskóla prófessorinn Dr Brené Brown hefur vakið athygli fyrir rannsóknir sínar á því sem einkennir fólk sem lifir lífinu heilshugar. Milljónir manna hafa horft á TED fyrirlestra hennar um skömm og berskjöldun

Ummæli:

Framúrskarandi námskeiðshaldari, fyrirlesari sem þekkir og veldur efninu fullkomlega. Opnar nýjan og spennandi heim sem er gaman og gott að fara í gegnum. Mjög áhugavert og mun örugglega gagnast mér í leik og starfi.

Markþjálfun – gagnast öllum

Tími: 3 klst. Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir

Á síðustu árum hafa sífellt fleiri fyrirtæki nýtt sér markþjálfun til að efla stjórnendur og starfsmenn. Með því að beita aðferðum markþjálfunar geta stjórnendur laðað fram það besta í einstaklingum og hópum. Markþjálfun er í stuttu máli aðferð sem notuð er til að efla fólk til árangurs. Aðferðin gerir ráð fyrir að sérhver einstaklingur sé sérfræðingur í sínu lífi og starfi og treystir því að hver og einn sé skapandi og hæfur til að finna lausnir á sínum málum.

Ummæli:

„Ragnhildur er lifandi og skemmtilegur kennari. Það sem ég lærði einna mest af og hef reynt að fara eftir er að maður á að hlusta á annað fólk og leyfa því að tjá sig og tala minna sjálfur.“ - Jón Þorgeir Einarsson endurskoðandi

Starfsmannasamtöl með stæl

Tími: 3 klst. Leiðbeinandi: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

Fjallað um markþjálfun stjórnenda fyrir starfsmannasamtöl sem leið til að undirbúnings árangursríkra starfsmannasamtala og hvers mikils virði eftirfylgni er í framhaldinu. Stjórnendur fá tækifæri til að nýta starfsmannasamtalið til fullnustu og til árangurs fyrir báða aðila.

Ég er ófullkomin og það er í lagi

Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir

Er ekki tímabært að hætta að hugsa um það hvað öðrum finnst og sætta sig við það að við erum ófullkomin og það er í lagi? Vefnámskeið Dr Bréne Brown og Ophra Winfrey sem byggir á bók hinnar fyrrnefndu: The Gifts of Imperfection er grunnur námskeiðsins. Þátttakendur lesa bókina og vinna verkefni í tímum.

Námskeiðið hentar vel deildum, félagasamtökum, starfsmannafélögum, saumaklúbbum, vinahópum eða einstaklingum sem vilja kafa dýpra og leysa sköpunarkraftinn úr læðingi.

Ummæli:

Námskeiðið var í einu orði sagt endurlífgandi, maður gaf sér tíma til að horfa inn á við og meta hvað skiptir máli og hvað ekki. Ragnhildur er einstakur kennari með lifandi persónuleika. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir alla sem vilja fá meiri gleði í líf sitt. - Margrét Edda Ragnarsdóttir, deildarstjóri hjá Landsvirkjun

Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi

Tími: 3 eða 6 klst. Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir

Langar þig til að vera jákvæðari og glaðari? Viltu fá hugmyndir um hvað þú getur gert til að auka hamingju og vellíðan þína? Á námskeiðinu verða kynntar rannsóknir jákvæðrar sálfræði á því sem einkennir einstaklinga sem ná á farsælan hátt að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífi sínu. Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun á því sem gengur vel í lífinu og gerir lífið þess virði að lifa því. Jákvæð sálfræði snýst ekki um að afneita erfiðleikum og því sem illa gengur heldur að einblína frekar á það jákvæða. Góð líðan eða aukin hamingja leiðir til betri heilsu, meiri sköpunar, betri tengsla, langlífis og bættrar frammistöðu.

Ummæli:

Áhugavert, nýr vinkill, skemmtilegur kennari. Einstaklingstími í markþjálfun var sérstaklega gagnlegur og áhugaverður. Efni sem kynnt var mjög áhugavert. Margar bækur og höfundar kynntar þar sem við getum lesið okkur frekar til og unnið áfram með.

Óska eftir frekari upplýsingum