Jafnlaunavottun Jafnlaunamerki

Samkvæmt jafnréttislögum verða fyrirtæki og stofnanir sem eru með 25 eða fleiri starfsmenn að fá vottun á jafnlaunakerfi sitt sem á að byggjast á staðlinum ÍST 85/2012. Markmið jafnlaunastaðalsins er að auka gagnsæi og gæði í launaákvörðunum og auðvelda atvinnurekendum að ná og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum.

Sérfræðingar Zenter hafa reynslu af jafnréttismálum, innleiðingu aðgerðaáætlana, gæðamálum og verkefnisstjórnun.

Ragnhildur hefur aðstoðað ýmis fyrirtæki við gerð jafnréttisáætlana og tók virkan þátt í innleiðingu ISO 9001 hjá Landsvirkjun og er stolt af því að fyrirtækið uppskar íslensku gæðaverðlaunin árið 2007. Ágústa Sigrún hefur unnið að gerð jafnréttisáætlana og innleiðingu aðgerðaáætlana hjá ferðaþjónustufyrirtækjum.

Hafðu samband við mannauðssvið Zenter vegna ráðgjafar og verkefnastjórn um innleiðingu jafnlaunastaðalsins.

Óska eftir frekari upplýsingum