Mannauðsstjórnun

Í kjölfar starfsmannarannsókna vakna ýmsar spurningar og þá geta mannauðsráðgjafar Zenter aðstoðað við að ákveða næstu skref og forgangsraðað aðgerðum. Mannauðsráðgjafar Zenter búa yfir áralangri reynslu af stjórnun málaflokksins og leggja áherslu á vandaða þarfagreiningu og sérsniðna nálgun fyrir viðskiptavini sína.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Mannauðsráðgjöf

Mannauðsráðgjafar Zenter taka að sér að sinna mannauðsmálum fyrirtækja og stofnana frá a-ö, tímabundið eða til frambúðar, og veita stjórnendum faglegan stuðning í málaflokknum.

Dæmi um þjónustu:

 • Fjárfestingar í mannauðsmálum
 • Fjarvistarstefna
 • Samgöngustefna
 • Jafnréttisstefna og framkvæmdaáætlun
 • Innleiðing jafnlaunastaðals
 • Innleiðing starfsmannasamtala
 • Gerð starfslýsinga og ráðningarsamninga
 • Greining fræðsluþarfa
 • Aðstoð við túlkun kjarasamninga
 • Ráðningar og starfslok
 • Samskipti á vinnustöðum
 • Stefnumótun, hópefli og starfsdagar

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Mannauðsstjóri til leigu

Mannauðsráðgjafar Zenter geta gegnt hlutverki mannauðsstjóra í hlutastarfi eða í afleysingum miðað við þarfagreiningu. Þetta er góð leið þegar fyrirtæki vantar nýja sýn, ferska strauma eða fleiri hendur til að koma verkefnum af stað eða málum í höfn. Aðkoman getur verið með ýmsum hætti, allt eftir því hvar fyrirtækið er statt og þjónustan er aðlöguð hverju sinni.

Dæmi um þjónustu mannauðsstjóra til leigu:

 • Fjárfestingar í mannauðsmálum
 • Fjarvistarstefna
 • Samgöngustefna
 • Jafnréttisstefna og framkvæmdaáætlun
 • Innleiðing jafnlaunastaðals
 • Innleiðing starfsmannasamtala
 • Gerð starfslýsinga og ráðningarsamninga
 • Greining fræðsluþarfa
 • Aðstoð við túlkun kjarasamninga
 • Ráðningar og starfslok
 • Samskipti á vinnustöðum
 • Stefnumótun, hópefli og starfsdagar

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Markþjálfun (coaching)

ACC

Í markþjálfun er unnið með styrkleika einstaklingsins til að hámarka árangur. Ákveðin samtalstækni er notuð sem byggir á gagnkvæmum trúnaði milli markþjálfans og viðskiptavinar. Ferlið er bæði krefjandi og skemmtilegt samtal sem stuðlar að auknum persónulegum þroska og betri árangri í lífi og starfi.  Allir mannauðsráðgjafar Zenter eru reynslumiklir vottaðir ACC markþjálfar.

 • Nýtist vel á vinnustöðum við að efla enn frekar hæfni starfsmanna og stjórnenda.
 • Aðstoðar einstaklinga við að skilgreina hvað skiptir þá virkilega máli og hvers vegna, finna kjarnann.
 • Virkjar sköpunargleði einstaklinga og hvetur þá til athafna, rúllar hlutum af stað og finnur farveg til þess að koma markmiðum í framkvæmd.
 • Leið til að laða fram það besta í fólki.
Þjálfararnir

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

Mannauðsráðgjafi og ACC markþjálfi

Ágústa hefur unnið sem mannauðsstjóri í ferðgeiranum í um 12 ár, hjá Primera Air, Wow air og Farfuglum. Hún hefur unnið sem mannauðsráðgjafi og markþjálfi hjá Carpe Diem og nú hjá Zenter. Hún hefur lokið meistaranámi í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er alþjóðlega ACC vottaður markþjálfi. Hún nýtir samtalstækni markþjálfunar í daglegum störfum en býður einnig upp á einkatíma í markþjálfun fyrir þá sem vilja vinna markvisst að sjálfseflingu og ná fram markmiðum sínum. Ágústa notar styrkleikagreiningar, Strength Profile, fyrir sína markþega og einnig fyrir teymi og deildir innan fyrirtækja og stofnana.


Í mannauðsmálum hefur Ágústa hefur víðtæka reynslu af ráðningum, mótun samræmdra ferla í mannauðsmálum, framkvæmd og úrvinnslu vinnustaðagreininga og frammistöðumats . Hún hefur komið að vinnulögjöf á Norðurlöndum og samningagerð í alþjóðlegu rekstrarumhverfi. Ennfremur hefur hún réttindi til að framkvæma og greina persónuleikapróf, er vottaður Predictive Index® Analyst og Professional Learning Indicator greinandi.


Ágústa hefur bakgrunn úr listgreinum, er menntuð söngkona og söngkennari, hefur tekið þátt í sviðsuppfærslum og gefið út geisladiska. Hún er einnig leiðsögumaður að mennt og hefur unnið erlendis við fararstjórn.


Ragnhildur Vigfúsdóttir

Mannauðsráðgjafi og ACC markþjálfi

Ragnhildur hefur unnið að flestum sviðum mannauðsmála sem jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar, lektor við Nordens Folkliga Akademi, starfsþróunarstjóri hjá Landsvirkjun og sem ráðgjafi hjá Zenter. Í mannauðsmálum hefur Ragnhildur reynslu af innleiðingu ISO 9001 og innleiðingu jafnlaunakerfís í samræmi við ÍST 85:2012 í mannauðsmálum, ráðningum, mótttöku nýliða, starfsþróun, starfslokanámskeiðum, jafnréttismálum, vinnustaðagreiningum og liðsheildarverkefnum. Ragnhildur er með MA í sögu og safnfræðum, með diplóma í starfsmannastjórnun og jákvæðri sálfræði, alþjóðlega vottaður ACC markþjálfi, NLP master coach og Certified Daring Way Facilitator sem þýðir að hún má halda námskeið byggð á fræðum Dr Brené Brown. Ragnhildur hefur alþjóðleg réttindi til að leiða vinnu með teymi byggð á fræðum Lencioni. Ragnhildur notar meðal annars styrkleikagreiningar, Strength Profile, fyrir markþega sína og einnig fyrir teymi og deildir innan fyrirtækja og stofnana.


Þeir stjórnendur sem hafa áhuga á að nýta sér markþjálfun til að efla sig í starfi og eru félagar í VR, geta sótt um styrk til Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks. Endurgreiðsla á starfstengdri markþjálfun getur numið allt að 12 tímum (60 mín.) innan almanaksárs.Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingumNámskeið

Heitur klukkutími

Tími: 1 ½ klst. Umsjónarmenn: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og/eða Ragnhildur Vigfúsdóttir

Heitur klukkutími er upplagður þegar þjappa þarf saman liðsheildum, deildum og teymum til dæmis við samruna eða aðrar breytingar og eins þegar vinna þarf með samskipti. Hann hentar einnig vel í nýliðaþjálfun og þegar hafa skal gaman.

Mastermind hópar – betur sjá augu en auga

Tími 3 klst. Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir

„Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur, ein lítil býfluga afsannar það, Guð hjálpar þeim sem hjálpast að,“ söng Spilverk þjóðanna um árið. Það mætti halda að Spilverkið hefði kynnst aðferðafræði mastermind hópanna því þar er einmitt þetta grunnstef – þátttakendur hjálpast að til að ná árangri. Í mastermind hóp eru fjórir einstaklingar sem hittast reglulega og deila hugmyndum, markmiðum og aðferðum. Þeir styðja hvern annan og hvetja. Lykilatriði er traust og trúnaður. Á þessari vinnustofu er aðferðafræðin kennd og lagður grunnur að farsælu starfi hópanna. Þátttakendur geta myndað hópa í kjölfarið með félögum á vinnustofunni eða öðrum.

Ummæli:

„Reynsla mín af mastermindhóp er mjög góð. Með því að hitta starfsmenn úr mismunandi deildum fyrirtækisins öðlaðist ég innsýn í þeirra verkefni auk þess sem þeir sáu mín verkefni í nýju ljósi. Skilningur á störfum annarra gagnast ekki eingöngu starfsmönnum heldur einnig fyrirtækinu sem heild. Mér fannst við vinna betur saman sem heild á eftir. Þetta er aðferðafræði sem kom skemmtilega á óvart og gaf mér mjög mikið.“ - Unnur María Þorvaldsdóttir stjórnandi hjá Landsvirkjun

Framkallaðu fleiri stjörnur í starfsliðinu

Tími: 4 klst. Leiðbeinandi: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

Framkallaðu fleiri stjörnur í starfsliðinu Hvernig kallarðu fram það besta hjá þínum mannafla? - Hvaða mælikvarðar gefa vísbendingu um helgun og hollustu starfsmanna þinna? Hvernig samtal viltu eiga við starfsfólkið þitt?

Leið hetjunnar – The Daring Way

Tími: 8 klst eða 3 dagar. Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir

Býður menning vinnustaðarins upp á það að allir þori að tjá sig og leggja fram nýjar lausnir? Eða óttast menn að verða sér til skammar? Að það verði hlegið að þeim? Skömm er helsta hindrun nýsköpunar. Á vinnustofunni könnum við efni eins og berskjöldun, hugrekki, skömm og það að finnast maður verðugur.

Félagsráðgjafinn og háskóla prófessorinn Dr Brené Brown hefur vakið athygli fyrir rannsóknir sínar á því sem einkennir fólk sem lifir lífinu heilshugar. Milljónir manna hafa horft á TED fyrirlestra hennar um skömm og berskjöldun

Ummæli:

Framúrskarandi námskeiðshaldari, fyrirlesari sem þekkir og veldur efninu fullkomlega. Opnar nýjan og spennandi heim sem er gaman og gott að fara í gegnum. Mjög áhugavert og mun örugglega gagnast mér í leik og starfi.

Markþjálfun – gagnast öllum

Tími: 3 klst. Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir

Á síðustu árum hafa sífellt fleiri fyrirtæki nýtt sér markþjálfun til að efla stjórnendur og starfsmenn. Með því að beita aðferðum markþjálfunar geta stjórnendur laðað fram það besta í einstaklingum og hópum. Markþjálfun er í stuttu máli aðferð sem notuð er til að efla fólk til árangurs. Aðferðin gerir ráð fyrir að sérhver einstaklingur sé sérfræðingur í sínu lífi og starfi og treystir því að hver og einn sé skapandi og hæfur til að finna lausnir á sínum málum.

Ummæli:

„Ragnhildur er lifandi og skemmtilegur kennari. Það sem ég lærði einna mest af og hef reynt að fara eftir er að maður á að hlusta á annað fólk og leyfa því að tjá sig og tala minna sjálfur.“ - Jón Þorgeir Einarsson endurskoðandi

Starfsmannasamtöl með stæl

Tími: 3 klst. Leiðbeinandi: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

Fjallað um markþjálfun stjórnenda fyrir starfsmannasamtöl sem leið til að undirbúnings árangursríkra starfsmannasamtala og hvers mikils virði eftirfylgni er í framhaldinu. Stjórnendur fá tækifæri til að nýta starfsmannasamtalið til fullnustu og til árangurs fyrir báða aðila.

Ég er ófullkomin og það er í lagi

Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir

Er ekki tímabært að hætta að hugsa um það hvað öðrum finnst og sætta sig við það að við erum ófullkomin og það er í lagi? Vefnámskeið Dr Bréne Brown og Ophra Winfrey sem byggir á bók hinnar fyrrnefndu: The Gifts of Imperfection er grunnur námskeiðsins. Þátttakendur lesa bókina og vinna verkefni í tímum.

Námskeiðið hentar vel deildum, félagasamtökum, starfsmannafélögum, saumaklúbbum, vinahópum eða einstaklingum sem vilja kafa dýpra og leysa sköpunarkraftinn úr læðingi.

Ummæli:

Námskeiðið var í einu orði sagt endurlífgandi, maður gaf sér tíma til að horfa inn á við og meta hvað skiptir máli og hvað ekki. Ragnhildur er einstakur kennari með lifandi persónuleika. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir alla sem vilja fá meiri gleði í líf sitt. - Margrét Edda Ragnarsdóttir, deildarstjóri hjá Landsvirkjun

Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi

Tími: 3 eða 6 klst. Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir

Langar þig til að vera jákvæðari og glaðari? Viltu fá hugmyndir um hvað þú getur gert til að auka hamingju og vellíðan þína? Á námskeiðinu verða kynntar rannsóknir jákvæðrar sálfræði á því sem einkennir einstaklinga sem ná á farsælan hátt að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífi sínu. Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun á því sem gengur vel í lífinu og gerir lífið þess virði að lifa því. Jákvæð sálfræði snýst ekki um að afneita erfiðleikum og því sem illa gengur heldur að einblína frekar á það jákvæða. Góð líðan eða aukin hamingja leiðir til betri heilsu, meiri sköpunar, betri tengsla, langlífis og bættrar frammistöðu.

Ummæli:

Áhugavert, nýr vinkill, skemmtilegur kennari. Einstaklingstími í markþjálfun var sérstaklega gagnlegur og áhugaverður. Efni sem kynnt var mjög áhugavert. Margar bækur og höfundar kynntar þar sem við getum lesið okkur frekar til og unnið áfram með.

Óska eftir frekari upplýsingum

Fyrirlestrar

Að kveikja á kjarnorkunni

Getur verið að virk hlustun sé áhrifaríkasta leiðin til ná árangri og hvetja fólk til dáða? Hvernig getur samtalstækni hjálpað til við að kveikja á kjarnorkunni hjá fólki? Ágústa dregur fram í dagsljósið hvernig sjálfsagðir hlutir í samskiptum gera gæfumuninn fyrir starfsgleðina.

Umsögn:

„Þessi fyrirlestur var frábær. Komið var inná marga þætti er lúta að virkri hlustun, hrósi og almennri samskiptatækni. Alltaf gott að láta minna sig á þessa þætti og hvatti mann til dáða. Ágústa er skemmtilegur fyrirlesari, hélt athyglinni og það var mikið hlegið, ásamt því að fjörugar umræður sköpuðust. Hún braut upp fyrirlesturinn með leik semminnti okkur á hvað fólk er ólíkt. Get óhikað mælt með þessu.“ - Eyrún Björk Valsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar ASÍ.

Betra er illa gert en ógert

Það að eiga alltaf að vera besta útgáfan af sjálfum sér er óvinnandi vegur. Það er tímabært að sætta sig við að við erum ófullkomin – og það er í lagi. Hættum að upphefja það að vera önnum kafin. Hófstilt líf er gott líf. Gefum efstastiginu frí – og njótum lífsins á afslappaðri hátt. Fyrirlesari tileinkar 2016 meðalhófinu og telur sig hafa fundið afsökun – eða stuðning – fyrir því að segja skilið við fullkomnunaráráttuna í fræðum Dr Brené Brown og kenningum jákvæðu sálfræðinnar.

Umsögn:

„Ragnhildur er skemmtilegur fyrirlesari. Hún heldur athygli með fræðandi efni, en gætir þess að hafa fyrirlesturinn líflegan og skemmtilegan og mátti oft heyra hlátrasköll félagskvenna. Öllum bar saman um að þetta hefði verið mjög athyglisverður og skemmtilegur fyrirlestur. Efni sem á erindi bæði til karla og kvenna.“ - Anna K. Norðdahl í stjórn BWP

Markþjálfun – stutt kynning, rétt til að kitla bragðlaukana

Er markþjálfun enn ein töfralausnin sem á að bjarga öllu eða er hún þess virði að kynnast henni nánar? Markþjálfun er aðferð sem er notuð til að efla fólk til árangurs. Í fyrirlestrinum er rakið hvað aðgreinir markþjálfun frá öðrum aðferðum og hvers vegna hún er jafn árangursrík og raun ber vitni.

Umsögn:

„Fyrirlestur Ragnhildar um markþjálfun kom skemmtilega á óvart. Ég vissi ekkert um efnið áður en hún setur það þannig fram að maður kemst ekki hjá því að sannfærast um að það eigi erindi við mann. Það sem ég lærði einna mest af og hef reynt að fara eftir er að maður á hlusta á annað fólk og leyfa því að tjá sig og tala minna sjálfur.“ - Jón Þorgeir Einarsson endurskoðandi

Hvort viltu vera gleðigjafi eða fýlupúki?

Fyrirlesari leitar í kistu jákvæðrar sálfræði og kynnir ýmsar leiðir til að auka hamingju og vellíðan í lífi og starfi.

Umsögn:

„Fyrirlesturinn í heild sinni var yndislegur. Við mættum með engar væntingar og urðum mjög ánægðar með útkomuna. Hún Ragnhildur var einn sá skemmtilegasti fyrirlesari (uppistandari) sem við höfum hlítt á og fannst okkur við hafa setið og horft á skemmtiatriði í klukkutíma. Við komum út brosandi og brosum enn. Hún gefur góð ráð til þess að æfa jákvætt hugarfar og gerir það á mjög svo skemmtilegan hátt. Við mælum eindregið með því að allir fari á erindi með Ragnhildi og bíðum spenntar eftir að skrá okkur á næsta fyrirlestur.“ - Þórhildur, Ingibjörg og Olga, Nói Siríus hf

Óska eftir frekari upplýsingum

Fræðslustjóri að láni

“Fræðslustjóri að láni” er verkefni sem við vinnum í samstarfi starfsmenntasjóði stéttarfélaga, Landsmennt, Starfsafl, Iðuna og SVS. Verkefnið byggir á að lána út mannauðsráðgjafa, sérhæfðum í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun, til fyrirtækja í tiltekinn tíma. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins og gerir greiningu á þörfum þess í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Út frá greiningunni er unnin fræðslu- og símenntunaráætlun sem leggur grunn að markvissri fræðslu starfsmanna. Þjónustan er fyrirtækjum að kostnaðarlausu sem eru innan SA (Samtök atvinnulífsins), kostnaður fyrir fyrirtæki utan SA er 10% af kostnaði við vinnu fræðslustjórans.

 • Enginn útlagður kostnaður er vegna fræðslustjórans
 • Þarfagreining fræðslu- og þjálfunarmála
 • Innleiðing fræðslu- og símenntunaráætlunar
 • Áralöng reynsla mannauðsráðgjafa Zenter af gerð slíkra áætlana.
Smelltu hér til að kynna þér nánar um fræðslustjóra að láni

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Heitur klukkutími - hópefli

Hentar vel til að brjóta markvisst upp starfsdaginn með kröftugum leik þar sem allir eru virkir og taka þátt. Heitur klukkutími er upplagður þegar þjappa þarf saman liðsheildum, deildum og teymum s.s. eins og við samruna eða aðrar breytingar og eins þegar vinna þarf með samskipti. Hentar einnig vel í nýliðaþjálfun og þegar hafa skal gaman og virkja fólk.

Dæmi um aðstæður sem nýta má Heitan klukkutíma:

 • Við upphaf eða lok ýmissa verk- eða þjálfunarferla.
 • Í stefnumótun eða gildaumræðu til að þjappa fólki saman og skerpa starfsandann eða opna/loka umræðu.
 • Í tengslum við leiðtoga- og stjórnendaþjálfun - t.d. þegar þjálfa á stjórnendur í notkun nýrra og sértækra stjórnunartækja sem kalla á að brjóta upp og endurhugsa nálgun og/eða framkvæmd.
 • Á starfsdögum fyrirtækisins eða starfsdögum einstakra deilda eða sviða.
 • Í breytingaferli til að þjappa nýjum einingum saman og fá fólk til að kynnast betur eigin styrkleikum og veikleikum sem og hvers annars.
 • Í örum vexti þegar koma þarf nýju starfsfólki inn í hópinn.
 • Á nýliðanámskeiðum til að láta starfsfólk kynnast og þjappa nýliðum saman sem hópi.

Markmiðin geta verið mjög mismunandi en hér eru dæmi um hvað má varpa ljósi á:

 • Stefnufestu.
 • Sköpunarkraft hópsins.
 • Samvinnu deilda, hópa eða sviða.
 • Miðlun þekkingar milli starfsfólks.
 • Stuðning milli einstaklinga og deilda í lærdómsferli, breytingaferli eða á álagstímum.
 • Samhæfingu og samvinnu milli deilda.
 • Stjórnun verkefna og starfsfólks.
 • Hvernig við vinnum undir álagi.
 • Hvernig menning er ríkjandi í fyrirtækinu?
 • Markmiðssetningu - raunhæf eða óraunhæf.

Nálgun-áhersla:

 • Verkefnamiðað – markmiðssetning og aðferðir notaðar við úrlausn
 • Rekstrarmiðað – kröfur fjárfesta, arðsemi og að ná markmiðum
 • Þekkingarmiðað – flæði þekkingar milli einstaklinga og geta til að leiðbeina og miðla til annarra
 • Hópeflis- og skemmtimiðað – áhersla á að þjappa starfsfólki saman

Skipulag og verðlagning:

Verðlagning tekur mið af stærð hópsins og fleiri þáttum s.s. hvort óskað sé eftir ítarlegri rýni eða skýrslu eftir viðburðinn. Í hverjum hóp eru um 4 einstaklingar, að hámarki 5. Einn umsjónarmaður getur séð um allt að 20 manna hóp. Fjölmennari hópur þarf 2 umsjónarmenn. Hægt er að halda leikinn fyrir hópa allt að 50-60 manns.


Ummæli

Zenter skipulagði vinnustofu og hópefli fyrir söludeildina okkar og gerði það með miklum ágætum. Heiti klukkutíminn kom skemmtilega á óvart og fékk okkur til að hugsa okkar gang :)

- Þórður Kárason, framkvæmdastjóri Papco

Við hjá Ríkisendurskoðun fengum Heitan klukkutíma á starfsdegi okkar 2016 og það er óhætt að segja að leikurinn hafi slegið í gegn. Áður en leikurinn hófst dæstu sumir yfir „enn einum hópeflisleiknum“ en þegar af stað var komið hljóp svo sannarlega gleði og keppni í mannskapinn. Hitastigið í salnum hækkaði hreinlega um nokkrar gráður. Við mælum með Heitum klukkutíma. Leikurinn er hin mesta skemmtun en hann hefur einnig dulinn tilgang sem er ekki síður áhugaverður.

- Elisabet Stefánsdóttir, Ríkisendurskoðun

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Jafnlaunavottun Jafnlaunamerki

Samkvæmt jafnréttislögum verða fyrirtæki og stofnanir sem eru með 25 eða fleiri starfsmenn að fá vottun á jafnlaunakerfi sitt sem á að byggjast á staðlinum ÍST 85/2012. Markmið jafnlaunastaðalsins er að auka gagnsæi og gæði í launaákvörðunum og auðvelda atvinnurekendum að ná og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum.

Sérfræðingar Zenter hafa reynslu af jafnréttismálum, innleiðingu aðgerðaáætlana, gæðamálum og verkefnisstjórnun.

Ragnhildur hefur aðstoðað ýmis fyrirtæki við gerð jafnréttisáætlana og tók virkan þátt í innleiðingu ISO 9001 hjá Landsvirkjun og er stolt af því að fyrirtækið uppskar íslensku gæðaverðlaunin árið 2007. Ágústa Sigrún hefur unnið að gerð jafnréttisáætlana og innleiðingu aðgerðaáætlana hjá ferðaþjónustufyrirtækjum.

Hafðu samband við mannauðssvið Zenter vegna ráðgjafar og verkefnastjórn um innleiðingu jafnlaunastaðalsins.

Óska eftir frekari upplýsingum

Styrkleikamat

Rannsóknir sýna að þegar við notum styrkleika okkar erum við ánægðari, komum meiru í verk og erum líklegri til að ná markmiðum okkar. Flest þekkjum við veikleika okkar betur en styrkleika og verjum bæði tíma og orku í að reyna að “eyða” þeim í stað þess að nýta betur styrkleikana meðal annars til að vega upp veikleikana. Það eru meiri líkur á því að við verðum góð í því sem við erum þegar góð í, eins og Peter Drucker sem oft er kallaður faðir nútíma stjórnunar, benti á.

Sérstaða Strengths Profile liggur í því að það mælir ekki einungis það sem við erum góð í heldur líka hvað gefur okkur orku.

Ummæli viðskiptavina:

 • “Ég fékk úrvinnslutíma í kjölfarið þar sem við fórum yfir alla flokkana og ræddum það sem ég er góð í að gera - hvort sem ég geri mér grein fyrir því eða ekki. VÁ og VÁ og VÁ segi ég nú bara, þvílíkur tími og þvílík uppgötvun!”
 • “Ég hef áður tekið styrkleikapróf en ég mæli með Strengths Profile og þá sérstaklega úrlestri í kjölfarið. Ég fékk nýja sýn, ég gerði mér til dæmis grein fyrir því hvar skórinn kreppir í vinnunni. Ég hef of fá tækifæri til að nýta styrkleika mína og hjakka of mikið í því sem ég er ekki góð í sem dregur úr mér orku og gleði.”

Sérfræðingar Zenter, Ágústa og Ragnhildur, hafa réttindi til að nota Strenghts Profile styrkleikamatið og eru þjálfaðir í að lesa úr því. Strenghts Profile er í boði fyrir einstaklinga, teymi og deildir.

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar eða tilboð í styrkleikamat.

Óska eftir frekari upplýsingum