Mannauðsstjórnun

Í kjölfar starfsmannarannsókna vakna ýmsar spurningar og þá geta mannauðsráðgjafar Zenter aðstoðað við að ákveða næstu skref og forgangsraðað aðgerðum. Mannauðsráðgjafar Zenter búa yfir áralangri reynslu af stjórnun málaflokksins og leggja áherslu á vandaða þarfagreiningu og sérsniðna nálgun fyrir viðskiptavini sína.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Mannauðsráðgjöf

Mannauðsráðgjafar Zenter taka að sér að sinna mannauðsmálum fyrirtækja og stofnana frá a-ö, tímabundið eða til frambúðar, og veita stjórnendum faglegan stuðning í málaflokknum.

Dæmi um þjónustu:

 • Fjárfestingar í mannauðsmálum
 • Fjarvistarstefna
 • Samgöngustefna
 • Jafnréttisstefna og framkvæmdaáætlun
 • Innleiðing jafnlaunastaðals
 • Innleiðing starfsmannasamtala
 • Gerð starfslýsinga og ráðningarsamninga
 • Greining fræðsluþarfa
 • Aðstoð við túlkun kjarasamninga
 • Ráðningar og starfslok
 • Samskipti á vinnustöðum
 • Stefnumótun, hópefli og starfsdagar

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Mannauðsstjóri til leigu

Mannauðsráðgjafar Zenter geta gegnt hlutverki mannauðsstjóra í hlutastarfi eða í afleysingum miðað við þarfagreiningu. Þetta er góð leið þegar fyrirtæki vantar nýja sýn, ferska strauma eða fleiri hendur til að koma verkefnum af stað eða málum í höfn. Aðkoman getur verið með ýmsum hætti, allt eftir því hvar fyrirtækið er statt og þjónustan er aðlöguð hverju sinni.

Dæmi um þjónustu mannauðsstjóra til leigu:

 • Fjárfestingar í mannauðsmálum
 • Fjarvistarstefna
 • Samgöngustefna
 • Jafnréttisstefna og framkvæmdaáætlun
 • Innleiðing jafnlaunastaðals
 • Innleiðing starfsmannasamtala
 • Gerð starfslýsinga og ráðningarsamninga
 • Greining fræðsluþarfa
 • Aðstoð við túlkun kjarasamninga
 • Ráðningar og starfslok
 • Samskipti á vinnustöðum
 • Stefnumótun, hópefli og starfsdagar

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Vaktin

Ráðgjafi Zenter er til taks á hverjum tíma í gegnum síma og tölvupóst og kemur til fundar þegar þess er óskað. Ráðgjafinn styður ákvarðanatöku út frá faglegum forsendum. Þessi þjónustuleið hentar vel smærri fyrirtækjum sem vilja fara rétt af stað með málaflokkinn.

Dæmi um þjónustu vaktarinnar:

 • Gerð starfslýsinga og ráðningarsamninga
 • Ráðningar og starfslok
 • Samskipti á vinnustöðum
 • Aðstoð við túlkun kjarasamninga
 • Stuðningur við innleiðingu ferla, stefna og vottana.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Markþjálfun (coaching)

ACC

Í markþjálfun er unnið með styrkleika einstaklingsins til að hámarka árangur. Ákveðin samtalstækni er notuð sem byggir á gagnkvæmum trúnaði milli markþjálfans og viðskiptavinar. Ferlið er bæði krefjandi og skemmtilegt samtal sem stuðlar að auknum persónulegum þroska og betri árangri í lífi og starfi.  Allir mannauðsráðgjafar Zenter eru reynslumiklir vottaðir ACC markþjálfar.

 • Nýtist vel á vinnustöðum við að efla enn frekar hæfni starfsmanna og stjórnenda.
 • Aðstoðar einstaklinga við að skilgreina hvað skiptir þá virkilega máli og hvers vegna, finna kjarnann.
 • Virkjar sköpunargleði einstaklinga og hvetur þá til athafna, rúllar hlutum af stað og finnur farveg til þess að koma markmiðum í framkvæmd.
 • Leið til að laða fram það besta í fólki.
Þjálfararnir

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

Mannauðsráðgjafi og ACC markþjálfi

Ágústa hefur unnið sem mannauðsstjóri hjá Primera Air og WOW air í um 10 ár og sem mannauðsráðgjafi og markþjálfi hjá Carpe Diem og Zenter. Hún hefur lokið meistaranámi í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er alþjóðlega ACC vottaður markþjálfi. Hún nýtir samtalstækni markþjálfunar í daglegum störfum en býður einnig upp á einkatíma í markþjálfun fyrir þá sem vilja vinna markvisst að sjálfseflingu og ná fram markmiðum sínum.


Í mannauðsmálum hefur Ágústa hefur víðtæka reynslu af ráðningum, mótun samræmdra ferla í mannauðsmálum, framkvæmd vinnustaðagreininga og frammistöðumats sem og samningagerð í alþjóðlegu rekstrarumhverfi. Ennfremur hefur hún réttindi til að framkvæma og greina persónuleikapróf, er vottaður Predictive Index® Analyst og Professional Learning Indicator greinandi. Ágústa hefur bakgrunn úr listgreinum, er menntuð söngkona og söngkennari, hefur tekið þátt í sviðsuppfærslum og gefið út geisladiska. Hún er einnig leiðsögumaður að mennt og hefur unnið erlendis við fararstjórn.


Ragnhildur Vigfúsdóttir

Mannauðsráðgjafi og ACC markþjálfi

Ragnhildur hefur unnið að flestum sviðum mannauðsmála sem jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar, lektor við Nordens Folkliga Akademi, starfsþróunarstjóri hjá Landsvirkjun og sem ráðgjafi hjá Carpe Diem. Í mannauðsmálum hefur Ragnhildur reynslu af innleiðingu ISO 9001 í mannauðsmálum, ráðningum, mótttöku nýliða, starfsþróun, starfslokanámskeiðum, vinnustaðagreiningum og liðsheildarverkefnum. Ragnhildur er með MA í sögu og safnfræðum, með diplóma í starfsmannastjórnun og jákvæðri sálfræði, alþjóðlega vottaður ACC markþjálfi, NLP master coach og CDWF-Candidate.


Þeir stjórnendur sem hafa áhuga á að nýta sér markþjálfun til að efla sig í starfi og eru félagar í VR, geta sótt um styrk til Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks. Endurgreiðsla á starfstengdri markþjálfun getur numið allt að 12 tímum (60 mín.) innan almanaksárs.Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingumNámskeið og fyrirlestrar

Í könnun sem Zenter lagði fyrir mannauðs- og fræðslustjóra í apríl 2016 kom í ljós að 39% hafa mestan áhuga á fyrirlestrum sem auka starfshæfni, 33% vilja fyrirlestra sem víkka sjóndeildarhring starfsmanna og 28% hafa mestan áhuga á fyrirlestrum sem létta lund og brjóta upp daginn.

Þegar spurt er um námskeið hafa flestir, eða 23%, áhuga á námskeiðum sem efla liðsheild, en litlu færri, eða 22% hafa, áhuga námskeiðum um samskipti og starfshæfni. 18% hafa áhuga á námskeiðum til að bæta þjónustu og loks námskeið sem efla einstaklinginn í leik og starfi (14%).

Zenter hefur fengið fjölbreyttan hóp leiðbeinanda til liðs við sig og býður nú upp á fyrirlestra og námskeið sem mæta þörfum íslenskra fyrirtækja.

Fyrirlesarar okkar fjalla um eigin framleiðni, upptekna umhverfissinna, þekkingarferðalanga, stjörnuhiminninn, markþjálfun, fórnarkostnað fullkomnunaráráttu, tísku og fleira.

Meira um fyrirlestra

Við bjóðum einnig upp á fjölbreytt námskeið undir þessum efnisflokkum. Heitur klukkutími hentar bæði sem hópefli og innlegg í umræðu um samskipti og vinnulag. Við erum með nokkur námskeið sem byggja á jákvæðri sálfræði, markþjálfun og kenningum Dr Brené Brown. Er það þjónustan? Eru starfsmannamálin krefjandi? Viltu bjóða upp á „öðruvísi“ starfslokanámskeið?

Meira um námskeið

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Fræðslustjóri að láni

“Fræðslustjóri að láni” er verkefni sem við vinnum í samstarfi starfsmenntasjóði stéttarfélaga, Landsmennt, Starfsafl, Iðuna og SVS. Verkefnið byggir á að lána út mannauðsráðgjafa, sérhæfðum í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun, til fyrirtækja í tiltekinn tíma. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins og gerir greiningu á þörfum þess í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Út frá greiningunni er unnin fræðslu- og símenntunaráætlun sem leggur grunn að markvissri fræðslu starfsmanna. Þjónustan er fyrirtækjum að kostnaðarlausu sem eru innan SA (Samtök atvinnulífsins), kostnaður fyrir fyrirtæki utan SA er 10% af kostnaði við vinnu fræðslustjórans.

 • Enginn útlagður kostnaður er vegna fræðslustjórans
 • Þarfagreining fræðslu- og þjálfunarmála
 • Innleiðing fræðslu- og símenntunaráætlunar
 • Áralöng reynsla mannauðsráðgjafa Zenter af gerð slíkra áætlana.
Smelltu hér til að kynna þér nánar um fræðslustjóra að láni

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Heitur klukkutími - hópefli

Hentar vel til að brjóta markvisst upp starfsdaginn með kröftugum leik þar sem allir eru virkir og taka þátt. Heitur klukkutími er upplagður þegar þjappa þarf saman liðsheildum, deildum og teymum s.s. eins og við samruna eða aðrar breytingar og eins þegar vinna þarf með samskipti. Hentar einnig vel í nýliðaþjálfun og þegar hafa skal gaman og virkja fólk.

Dæmi um aðstæður sem nýta má Heitan klukkutíma:

 • Við upphaf eða lok ýmissa verk- eða þjálfunarferla.
 • Í stefnumótun eða gildaumræðu til að þjappa fólki saman og skerpa starfsandann eða opna/loka umræðu.
 • Í tengslum við leiðtoga- og stjórnendaþjálfun - t.d. þegar þjálfa á stjórnendur í notkun nýrra og sértækra stjórnunartækja sem kalla á að brjóta upp og endurhugsa nálgun og/eða framkvæmd.
 • Á starfsdögum fyrirtækisins eða starfsdögum einstakra deilda eða sviða.
 • Í breytingaferli til að þjappa nýjum einingum saman og fá fólk til að kynnast betur eigin styrkleikum og veikleikum sem og hvers annars.
 • Í örum vexti þegar koma þarf nýju starfsfólki inn í hópinn.
 • Á nýliðanámskeiðum til að láta starfsfólk kynnast og þjappa nýliðum saman sem hópi.

Markmiðin geta verið mjög mismunandi en hér eru dæmi um hvað má varpa ljósi á:

 • Stefnufestu.
 • Sköpunarkraft hópsins.
 • Samvinnu deilda, hópa eða sviða.
 • Miðlun þekkingar milli starfsfólks.
 • Stuðning milli einstaklinga og deilda í lærdómsferli, breytingaferli eða á álagstímum.
 • Samhæfingu og samvinnu milli deilda.
 • Stjórnun verkefna og starfsfólks.
 • Hvernig við vinnum undir álagi.
 • Hvernig menning er ríkjandi í fyrirtækinu?
 • Markmiðssetningu - raunhæf eða óraunhæf.

Nálgun-áhersla:

 • Verkefnamiðað – markmiðssetning og aðferðir notaðar við úrlausn
 • Rekstrarmiðað – kröfur fjárfesta, arðsemi og að ná markmiðum
 • Þekkingarmiðað – flæði þekkingar milli einstaklinga og geta til að leiðbeina og miðla til annarra
 • Hópeflis- og skemmtimiðað – áhersla á að þjappa starfsfólki saman

Skipulag og verðlagning:

Verðlagning tekur mið af stærð hópsins og fleiri þáttum s.s. hvort óskað sé eftir ítarlegri rýni eða skýrslu eftir viðburðinn. Í hverjum hóp eru um 4 einstaklingar, að hámarki 5. Einn umsjónarmaður getur séð um allt að 20 manna hóp. Fjölmennari hópur þarf 2 umsjónarmenn. Hægt er að halda leikinn fyrir hópa allt að 50-60 manns.


Ummæli

Zenter skipulagði vinnustofu og hópefli fyrir söludeildina okkar og gerði það með miklum ágætum. Heiti klukkutíminn kom skemmtilega á óvart og fékk okkur til að hugsa okkar gang :)

- Þórður Kárason, framkvæmdastjóri Papco

Við hjá Ríkisendurskoðun fengum Heitan klukkutíma á starfsdegi okkar 2016 og það er óhætt að segja að leikurinn hafi slegið í gegn. Áður en leikurinn hófst dæstu sumir yfir „enn einum hópeflisleiknum“ en þegar af stað var komið hljóp svo sannarlega gleði og keppni í mannskapinn. Hitastigið í salnum hækkaði hreinlega um nokkrar gráður. Við mælum með Heitum klukkutíma. Leikurinn er hin mesta skemmtun en hann hefur einnig dulinn tilgang sem er ekki síður áhugaverður.

- Elisabet Stefánsdóttir, Ríkisendurskoðun

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum

Heilsustefna

Heilsustefna og lýðheilsustefna er áætlun um aðgerðir sem eiga að stuðla að heilsueflandi samfélagi og vinnustöðum. Með innleiðingu á heilsustefnu geta fyrirtæki og stofnanir bætt ímynd sína og verða að eftirsóknarverðari vinnustað. Ávinningur starfsmanna eru færri slys og sjúkdómar, bætt heilsa, lífsgæði, aukin vellíðan, streitustjórnun og starfsánægja.

Innleiðing heilsu- og lýðheilsustefnu

Rannsóknir hafa leitt í ljós að vinnustaðir, sem stuðla að meiri hreyfingu starfsfólks, eru líklegir til að uppskera:

 • þrekmeira og heilsuhraustara starfsfólk
 • bætt samskipti og aukna starfsánægju
 • betri starfsanda og öflugri liðsheild
 • fækkun veikindadaga og lægri slysatíðni
 • minni starfsmannaveltu
 • meiri framleiðni
 • jákvæðari ímynd

Stefna í framkvæmd

Mikilvægt er að móta heildarstefnu og langtímaáætlun um heilsustefnu á vinnustaðnum sem fellur að almennri stefnu og stjórnunarháttum vinnustaðarins.

Heilsustefna er innleitt með sem bestu móti til að ná til starfsmanna, fá fylgjendur, góð eftirfylgni þar sem sameiginlegt markmið er að vinnustaðurinn verði að heilsueflandi samfélagi.


Smelltu á hnappinn hér að neðan til að óska eftir nánari upplýsingum. Við getum hringt í þig, sent þér upplýsingar með tölvupósti eða komið í heimsókn.

Óska eftir frekari upplýsingum