top of page

TÖLVUPÓSTAR

Tölvupóstur er ein áhrifaríkasta markaðsaðferð sem íslenskir sölu- og markaðsstjórar nýta sér. Engin önnur markaðsleið skilar hærri ávöxtun hlutfallslega eins og rétt notkun tölvupóstssamskipta gerir. Ástæðan er einfaldlega sú að hægt er að snerta tugþúsundir viðskiptavina á nokkrum mínútum og framkalla með því viðbrögð sem leiða af sér aukna sölu og tekjur.

Markaðsfræði sem byggir á á tölvupóstssamskiptum hefur aldrei verið jafn öflug og hún er í dag en hún krefst einnig aga og réttra vinnubragða. Það er í stuttu máli þrjú atriði sem verða að vera til staðar til þess að tölvupósturinn þinn skili tilsettu markmiði: 

  • Innihalda ávinning fyrir þann sem móttekur póstinn 

  • Ávinningurinn þarf að vera viðeigandi. Markhópagreining er lykilatriði hér!

  • Hæfileg tíðni þarf að vera til staðar til að pirra ekki viðskiptavini þína. Gott ráð er einfaldlega að spyrja hve oft viðkomandi vill vera í samskiptum við fyrirtækið þitt.

 

Sjá hér hvernig hægt er að nýta Zenter skráningarsíður við uppbyggingu á markhópagreindum gagnagrunnum.

Screenshot 2022-01-15 at 19.17.39.png

ZENTER VS. MAILCHIMP

Við erum oft spurð hvort Zenter sé betra en Mailchimp í tölvupóstútsendingum. Það er ekkert eitt rétt svar en hér að neðan er samantekt á nokkrum þáttum sem við og viðskiptavinir okkar telja Zenter hafa fram yfir Mailchimp. 

Munurinn felst aðallega í því að hjá Zenter er hægt að fá aðstoð frá ráðgjöfum Zenter við að hanna tölvupóst sem skilar meiri árangri. Slíkar uppástungur og aðstoð er ekki í boði hjá Mailchimp. 

Mailchimp hefur marga valkosti í myndskreytingum og útliti tölvupósta, en

ef þú hefur fengið ráðgjöf frá Zenter varðandi tölvupósta þá veistu að myndir

og skreytingar er það sem einna helst lætur tölvupósta frá þér fá

SPAM merkingar. 

Með Zenter er hægt að senda út tölvupósta frá léni fyrirtækisins en ekki frá 

Mailchimp léni sem gerir viðskiptavinum kleift að svara tölvupóstinum og

berast þau skilaboð beint á það lén sem sent er frá, ekki inbox í eigu Mailchimp. 

Einnig er vert að nefna að hjá Zenter borgar þú fast verð, óháð því hversu

margir eru á póstlistanum þínum. 

Við viljum hjálpa okkar viðskiptavinum að búa til fallega og einfalda tölvupósta

sem skila sér til viðskiptavina og innihalda ávinning fyrir viðskiptavininn.

Einnig viljum við að tölvupósturinn fari með viðskiptavininn á ákjósanlega síðu,

líkt og heimasíðu. 

Dæmi um fallegan tölvupóst sendan úr Zenter má sjá hér til hliðar. 

 

Það eru ýmsar aðrar breytur sem hægt er að ræða frekar en

við hvetjum þig kæri stjórnandi, ef þú sérð ekki hagnað af

tölvupóstunum þínum, að hafa samband við okkur á zenter@zenter.is 

og fá ráðgjöf varðandi tölvupósta. Slík ráðgjöf er ókeypis!

Dæmi um Zenter tölvupóst.png
bottom of page