top of page

ZENTER KERFIÐ

Zenter hugbúnaðurinn samanstendur af öflugu tölvupósts og SMS útsendikerfi, kannanakerfi, símaherferðakerfi, CRM kerfi, sölutækifæriskerfi (e. leads) ásamt appinu sem styður við það að „allir selja - allir þjónusta“. 

Zenter er mjög öflugt samskiptatæki sem nýtist vel í beinni markaðssetningu enda er auðvelt að búa til markhóp í kerfinu og senda á hann hnitmiðuð skilaboð. Með því að nota  tölvupóst, SMS og kannanir í einu kerfi er mynduð hringrás samskipta sem er kjarninn í þeirri tegund af markaðssetningu sem á ensku kallast „Engagement marketing“ og hefur verið vaxandi um allan heim. Þessi tegund af markaðssetningu snýst um að gera hlutina eins persónulega og hægt er, með því að senda viðeigandi skilaboð sem innihalda alltaf ávinining fyrir viðskiptavininn, með hæfilegri tíðni. Með þessum hætti er myndað framtíðarsamband við viðskiptavininn á hans forsendum og um leið gott viðskiptasamband sem báðir aðilar hagnast á. 

ÓKEYPIS VINNUSTOFA

Ráðgjafar Zenter hafa fengið lof fyrir að halda áhugaverðar og hagnýtar vinnustofur. Fyrsta vinnustofan er endurgjaldslaus þar sem stjórnendum íslenskra fyrirtækja er boðin aðstoð við að greina helstu tækifæri og fá í kjölfarið tillögur að einföldum umbótaverkefnum sem skila sér nær undantekningarlaust í aukinni arðsemi. 

 

Meðal þess sem greint er á vinnustofu er: 

  • Hvernig finnum við nýja viðskiptavini?

  • Hvernig varðveitum við betur núverandi viðskiptavini?

  • Móttaka nýrra viðskiptavina 

  • Gildi gagna 

  • Markhópagreiningar

  • NPS aðferðafræðin 

  • Kynning á CRM 

Bókaðu tíma hér í vinnustofu og Zenter ráðgjafi hefur samband við þig samdægurs. 

Takk fyrir að bóka! Zenter ráðgjafi hefur samband við þig samdægurs.

bottom of page